Ofbeldi er ekki lýðræðislegt

Mótmæli sem leysast upp í ofbeldi á eignum annarra eru jafn slæm og bankahrun og efnhagsástand sem valdið hefur fjárhagslegum skaða.

Ég velti því fyrir mér hvað myndi gerast ef einhver meintra sökuldólga í bankamálunum mynd sýna sig á Austurvelli. Myndi lýðurinn ganga í skrokk á þeim? Gæti forsætisráðherra og viðskiptaráðherra verið óhultir meðal mótmælenda? Ef ekki þá er þessi fundur einskis virði.

Ofbeldi og skemmdarverk heyra ekki til lýðræðislegra aðgerða og munu aldrei gera það.


mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúðurslegt orðalag

Mönnum er misjafnlega mikið niðri fyrir og margir svo kappsamir að þeir vilja helst skora tvö mörg í hverju skoti á mark. Eftirfarandi las ég í DV:

Hjörleifur er einn fárra Íslendinga sem geta þýtt texta úr kínversku OG hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur stundum reynt að gera þýðingarstörf hans hjá Stöð 2 tortryggileg.

Ég auðkenndi samtenginguna sem veldur mér nokkrum heilabrotum. Ferlega klúðurslegt orðalag og samsetningin enn verri.


Fleiri spurningum er ósvarað

Þegar talað er um að ekki sé ástæða til að persónugera þau mál sem leiddu til hrun bankanna þá trúi ég að ástæðan sé  sú að fyrst þurfum við að svara eftirfarandi spurningum. Svörin leiða svo í ljós hvort einhver ber ábyrgð og hverjir þeir eru:

  1. Hvaða ytri aðstæður leiddu til þess að bankarnir komust í þrot?
  2. Hvað gerðist innan bankanna sem stuðlaði að þroti þeirra?
  3. Hvernig stóðu íslensk stjórnvöld að málum fyrir og eftir þrot banka

Það er tilgangslaust að hrópa ókvæðisorð að einum eða neinum fyrr en við skiljum alla atburðarásina. Hins vegar vitum við að lýðurinn heimtar blóð og dómstóll götunnar er fylgjandi dauðarefsingu og mannorðsmorðum.

Hinkrum við og vinnum heimavinnuna áður en við dæmum. Hvað Sigurð Einarsson varðar finnst mér í lagi að hann njóti vafans þangað til mál eru upplýst. Hann vegur hins vegar að ýmsum aðilum í viðtalinu og það er honum ekki til sóma enda einhliða upplýsingar sem hann veitir í því skyni að verja sjálfan sig. Það er ósköp eðlilegt og mannlegt.


mbl.is Stærstu mistökin að flytja ekki Kaupþing úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband