Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2024
Pópúlistinn Ţórunn Sveinbjarnardóttir upphefur sjálfa sig
24.1.2024 | 10:44
Margir stjórnmálamenn eru svo illa málefnalega haldnir ađ ţeir kunna ekkert ráđ annađ en ađ gera lítiđ úr skođunum andstćđinga sinna og jafnvel niđurlćgja ţá. Ađferđin gengur ţvert á málefnalega rökrćđu.
Kjarni ađferđarinnar er ađ vitna aldrei beint til orđa andstćđingsins heldur segja frá ţeim međ eigin orđum (í óbeinni rćđu).
Síđan er lagt út af hinum meintu orđum međ af miklum ţunga, gagnrýni og jafnvel hćđni. Markmiđiđ er augljóst og síst af öllu göfugt.
Ţórunn Sveinbjarnardóttir, alţingismađur, virđist vera geđug kona, ţykist buguđ undan vonsku heimsins og fellir tár ţegar hún fréttir af nothćfum harmi til til ađ slá um sig međ.
Í Morgunblađinu 23.1.23 fćr hún birta stutta grein eftir sig í henni segir stendur međal annars:
Fyrir helgi skrifađi Bjarni Benediktsson, utanríkisráđherra og formađur Sjálfstćđisflokksins, sig út úr ábyrgri og lýđrćđislegri umrćđu um málefni útlendinga hér á landi međ ósmekklegri samsuđu útlendingaandúđar og hrćđsluáróđurs.
Lesendur rekur í rogastans, ekki síst ţeir sem ţokkalega fylgjast međ stjórnmálaumrćđunni. Ađrir kunna ađ samsinna henni af ţví hún er svo geđţekk. Mjúkmált og elskulegt fólk segir aldrei neitt ljótt um ađra.
Engu ađ síđur er ástćđa til ađ greina stuttlega ţađ sem hún segir um Bjarna Benediktsson, utanríkisráđherra og formann Sjálfstćđisflokksins í áđurnefndri grein:
- Skrif Bjarna eru ekki ábyrg.
- Skrifin eru ţvert á lýđrćđislega umrćđu um málefni útlendinga.
- Skrif Bjarna markast af útlendingaandúđ.
- Bjarni stendur fyrir hrćđsluáróđur
Allt ţetta er rangt enda getur Ţórunn ekki beint á neitt í skrifum Bjarna sem réttlćtir ummćlin. Ţórunn er einfaldlega popúlisti, notar fasískar ađferđir til ađ gera lítiđ úr andstćđingi sínum og upphefja sjálfan sig í leiđinni sem vćntanlega er tilgangurinn.
Hér er ţađ helsta sem Bjarni sagđi í fćrslu sinni á Facebook.19.1.23:
- Hann er ósáttur viđ ađ tjaldbúđir á Austurvelli.
- Erlendir ţjóđfánar eiga ekki ađ vera fyrir framan Alţingi.
- Ekkert land hefur tekiđ viđ fleiri Palestínumönnum.
- Núverandi fyrirkomulag um hćlisleitendamál ćtti ađ vera svipađ og hjá nágrannaţjónunum.
Bjarni leggur fram rök sem sumir kunna vissulega ađ vera á móti. Ekkert í orđum hans stendur undir skítkasti Ţórunnar Sveinbjarnardóttur. Ţórunn lýgur upp á Bjarna og skammast sín ekki.
Áđur en einhver lesandi fari nú ađ agnúast út í ţađ sem ég segi vil ég taka ţađ fram ađ persónulega er mér alveg sama um tjöld og erlenda ţjóđfána á Austurvelli. Ţar ađ auki er ég hlynntur frjálsu palestínsku ríki rétt eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum og víđar vilja.
Hins vegar finnst mér ţeir sem búa í tjöldunum á Austurvelli vegi ódrengilega ađ ţjóđinni sem hýsir ţá međ ţví ađ setja skilti á stórt tjald međ orđinu barnamorđaráđherra. Sjá međfylgjandi mynd. Ađ öllum líkindum er átt viđ íslenskan ráđherra. Viđ nánari umhugsun kunna Palestínumenn á Íslandi ađ vera í slćmum félagsskap hérlendra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábćr umfjöllun Moggans um atburđina í Grindavík
15.1.2024 | 10:06
Eldgosiđ viđ Grindavík er ađalumfjöllunarefni Mogga dagsins. Ađdáunarvert er hversu vel blađiđ er unniđ. Ritstjórnin er afar góđ og skipulögđ og blađamenn standa undir vćntingum lesenda.
Myndir ljósmyndara Moggans eru afskaplega góđar, vel unnar og klipptar. Forsíđumyndin er sláandi, tekin á ţeim tíma dags er viđ, almenningur, héldum ađ nú vćri öllu lokiđ, sprungan myndi teygja sig inn í bćinn og glóandi hraun myndi engu eira. Sem betur fer virđist nú ađ svartsýnustu spár muni ekki rćtast. Grindavíkurbćr stendur enn og íbúarnir eru eđlilega beygđir en alls ekki brotnir, eins og ţađ hefur veriđ orđađ.
Á einfaldan hátt rekja blađmenn ađdraganda eldgosa viđ Fagradalsfjall og norđan Grindavíkur frá ţví 15. desember 2019 og fram til dagsins í gćr, 14. janúar 2024. Mynd Kristins Magnússonar á blađsíđu fjögur er stórkostleg og sýnir ađ varnargarđarnir björguđu bćnum frá hrauninu sem hafđi án efa runniđ inn í hann. Um leiđ sýnir myndin varnarleysiđ gagnvart eldsprungunni sem opnađist rétt viđ bćjarmörkin og eyđilagđi ţrjú hús. Mynd Árna Sćbergs ljósmyndara á blađsíđu fimm til sex er tekin úr austri og sýnir á sama hátt jarđeldinn sem ryđst á íbúđarhúsin.
Ég tek sérstaklega eftir hversu allar myndirnar eru skarpar og eftirvinnslan góđ.
Viđtölin viđ heimamenn og jarđvísindamenn eru fróđleg. Athygli mína vakti viđtaliđ viđ Vilhjálm Árnason, Grindvíkinginn sem er ţingmađur Sjálfstćđisflokksins. Heimili hans er örskammt frá glóandi hrauninu. Hann segir í lok viđtalsins:
Viđ eyđum ekki óvissunni međ náttúruna, en viđ getum eytt óvissu fólks hvađ varđar húsnćđismál og fjárhag. Ţađ verđur líka ađ hafa svör fyrir fyrirtćkin, svo ţau flytji ekki varanlega á brott.
Í ţessum örfáu orđum felst kjarni málsins eins og sakir standa núna, á öđrum degi eldgossins, og nćrri tveimur mánuđum eftir ađ ósköpin hófust.
Umfjöllun Moggans um eldsumbrotin eru afar góđ. Ţau eru frćđandi og upplýsandi fyrir almenning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)