Björn Leví ţingmađur pírata og hálfsannleikurinn

Ţegar fjármálaráđherra seldi pabba sínum banka á afslćtti á dögunum ţá var ţađ spilling - sama hvađ fjármálaráđherra dettur í hug ađ segja til ađ afsaka ţann gjörning. Ţegar fađir fjármálaráđherra kaupir eitthvađ í lokuđu útbođi sem sonur hans ber ábyrgđ á kallast ţađ spilling.

Ţetta segir ţingmađur hálfsannleikans Björn Leví Gunnarsson í grein í Morgunblađinu 9.2.22. Eins og alltaf endurspeglar hálfsannleikur aldrei stađreyndir.

Ţegar Björn segir frá gerđum annarra tapast yfirleitt mikilvćgar stađreyndir og lesandinn les ađeins lygi. Ţingmađurinn notar öll ráđ til ađ koma höggi á pólitískan andstćđing. Ţađ er háttur pópúlista.

- Keypti fađir fjármálaráđherrans Íslandsbanka? 

Nei, hann keypti hlut í banka. Fyrirtćkiđ hans, Hafsilfur ehf. keypti 0,1042% hlut í bankanum. Til ţess ađ kaup bankann vantar hann til viđbótar 99,9% hlutabréfa.

- Af hverju segir ţá Björn ţingmađur pírata ađ pabbinn hafi keypt bankann?

Vegna ţess ađ ţađ hljómar betur. Birni er sama ţótt hann ljúgi, lygin er sennilegri en raunveruleikinn.

- Er ţađ spilling ađ fađir fjármálaráđherra keypti 0,1% hlut í bankanum?

Nei. Mađurinn er fjárfestir og hafđi fullt leyfi til ađ kaupa hlutabréf Íslandsbanka.

- Á mađur ađ gjalda ţess ađ vera fađir sonar síns?

Já, auđvitađ, sé sögumađurinn pópúlisti og pólitískur andstćđingur. 

Fyrir nokkrum árum var mikiđ rćtt um ađ Tryggingastofnun ríkisins hefđi ekki leyfi til ađ skerđa bótarétt ţess sem átti maka er var međ tekjur sem voru yfir viđmiđunarmörkum, vćru tekjur beggja lagađar saman. Rökstuđningurinn gegn ţessu var einfaldur; hver mađur er sjálfstćđur og ţađ er ósanngjarnt ađ ríkisstofnun spari á ţví ađ gera annan makann réttindalausan vegna tekna hins. Rökin eru bara ansi góđ. 

Ţađ hlýtur ađ vera frétt ađ Björn Leví Gunnarsson, ţingmađur Pírata, vilji gera föđur fjármálaráđherra réttindalausan međ lögum.

- Til hvers er Bankasýslan?

Hún fer međ eignir ríkisins í fjármálafyrirtćkjum ekki fjármálaráđherra. Honum er óleyfilegt samkvćmt lögum ađ skipta sér af störfum hennar. Til ţess er leikurinn gerđur.

- Björn segir í greininni ađ ţegar tilbođ í eignarhlutinn í Íslandsbanka liggi fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráđherra rökstuddu mati á ţeim. Ber fjármálaráđherra ţá ekki ábyrgđina?

Hvađ átti ráđherrann ađ gera? Hefđi hann hafnađ mati Bankasýslunnar hefđi hann veriđ sakađur um spillingu. Ţegar hann samţykkir álitiđ er hann sakađur um spillingu.

Hefđi ráđherrann hafnađ áliti Bankasýslunnar vćri komiđ fordćmi. Nćsti ráđherra gćti á grundvelli ţess samţykkt eđa hafnađ mati Bankasýslunnar og ţá vćru hún búin ađ vera. Međ synjun á mati Bankasýslunnar vćri gengiđ gegn anda laganna sem segir ađ ráđuneytiđ skuli vera armslengd frá stofnuninni og sama stađa vćri komin upp og fyrir hrun. Vill fólk slíka afturför?

- Ber ráđherra ábyrgđ á mistökum undirstofnunar?

Faglega séđ, ekki pólitískt. Enginn gerir til dćmis kröfu til ađ samgönguráđherra segi af sér vegna mistaka Vegagerđarinnar í lagningu malbiks.

Ekki er hćgt ađ kenna borgarstjóranum í Reykjavík um ađ hafa ekki fyllt upp í holur í götum borgarinnar. Jú, annars ţađ er líklega hćgt.

Eđa ađ píratar í borgarstjórn beri ábyrgđ ađ óhóflegri skuldasöfnun Reykjavíkurborgar. Úbbbs. Ţarna var ég aftur óheppinn međ dćmi. Auđvitađ bera ţeir ábyrgđ á henni rétt eins og braggamálinu í Nauthólsvík.

- Er braggamáliđ spilling?

Nei, nei, bara heiđarleg tilraun til ađ gera eitthvađ fallegt fyrir borgina. Komst kaldhćđnin til skila?

Björn ţingmađur pírata hefur aldrei nefnt braggamáliđ. Hvers vegna? Jú, píratar í borginni bera ábyrgđ á ţví og ţađ ţjónar ekki pólitískum hagsmunum ţingmannsins ađ berjast gegn annarri en ţeirri sem hann ímyndar sér ađ finna megi hjá pólitískum andstćđingum.

- Niđurstađan er ţessi.

Spilling er vissulega slćm en falsfréttir og lygi eru jafnvel enn verri. Ţó kann ađ vera ađ upphaf falsfrétta sé ásetningum um ađ ljúga. Afleiđing lyga er oftast spilling.

Óheiđarlegur stjórnmálamađur er yfirleitt sá sem níđir andstćđinga sína, sleppir rökum og grípur til hálfsannleika, lyga.

Pópúlisminn grasserar á Alţingi ekki síst hjá góđa fólkinu, ţeim háheilögu sem hafa jafnan hćst. Rök skipta engu máli.

Sagt er ađ raunveruleikinn sé oft ćđi ósennilegur, góđ saga ţarf ađeins ađ vera sennileg. Sama er međ hálfsannleikann.

Ef viđ leyfum Birni Leví Gunnarssyni ađ slá ryki í augu ţjóđar og komast upp međ enn ein ósannindin sem ţingmađur á Alţingi Íslands er ég ansi hrćddur um ađ hvorki Geir né guđ dugi til ađ blessa Ísland.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Einhver félagasamtök sem ţykjast alţjóleg og vera ađ berjast gegn spillingu
skutu sig illilega í fótinn í sinni yfirlýsingu um meinta spillingu í ţessu máli

"Ţađ er ófyrirgefanlegt ađ ríkisstjórnin hafi hafiđ einkavćđingu ríkisbanka á ný"

Grímur Kjartansson, 11.4.2022 kl. 09:04

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll Grímur. Ţađ lyktar óneitanlega af spillingu ţegar mađur sem alla tíđ hefur hatast viđ Sjálfstćđisflokkinn og skrifađ fjölda níđgreina um hann skuli vera orđinn talsmađur alţjóđlegra samtaka um spillingu og ţar haldi hann áfram níđinu.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 11.4.2022 kl. 09:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband