Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021

Þessa kýs ég í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV kjördæmi

Ég er flóttamaður úr Reykjavík og bý í Kópavogi og kýs því í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Fjölmargir hafa komið að máli við mig og vilja vita hverja ég mun velja. Því er ekki auðsvarað. Mikið og gott mannval er í kjöri. Engu að síður mun ég kjósa tvo menn sem að mínu mati bera af; Bjarna Benediktsson og Óla Björn Kárason. Vandi minn lýtur að því að velja í hin sætin.

Eftir vandlega íhugun, og skammir frá einni systurdóttur minni sem segir að ég gæti ekki nóg að jafnrétti kynja, þá er þetta minn listi, fjórar konur og fjórir karlar:

  1. Bjarni Benediktsson
  2. Óli Björn Kárason
  3. Bryndís Haraldsdóttir
  4. Karen Elísabet Halldórsdóttir
  5. Arnar Þór Jónsson
  6. Kristín Thoroddsen
  7. Sigþrúður Ármann
  8. Bergur Þorri Benjamínsson

Svona raðast þetta niður hjá mér. Þarna er margt nýtt, glæsilegt og öflugt fólk sem kemur úr öllum áttum með reynslu í mörgum mikilvægum málaflokkum.

Prófkjörið verður 10., 11. og 12. júní 2021. Utankjörstaðakosning er þegar hafin og mun ég nýta mér hana.


Þetta er mitt fólk í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

althingishus_a01_webFjölmargir hafa spurt mig hvernig ég myndi kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kosið er laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. júní. Kjósa skal átta manns. 

Margir góðir menn hafa boðið sig fram í prófkjörinu og mikill vandi er að velja. Líklega má kalla þetta lúxusvanda og margir kunna að fyllast hreinum og klárum valkvíða þegar taka þarf afstöðu.

Ég hef velt málunum lengi fyrir mér og hér er sá listi sem ég mæli með. Ég þori að ábyrgjast alla, þeir eru gegnheilir og traustir Sjálfstæðismenn ekki síður en þeir sem ég valdi ekki á listann minn:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson
  2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
  3. Birgir Ármannsson
  4. Brynjar Níelsson
  5. Kjartan Magnússon
  6. Diljá Mist Einarsdóttir
  7. Sigríður Á. Andersen
  8. Hildur Sverrisdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum. Markmiðið er að sjálfsögðu að ná inn átta þingmönnum í haust.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband