Þetta er mitt fólk í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

althingishus_a01_webFjölmargir hafa spurt mig hvernig ég myndi kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kosið er laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. júní. Kjósa skal átta manns. 

Margir góðir menn hafa boðið sig fram í prófkjörinu og mikill vandi er að velja. Líklega má kalla þetta lúxusvanda og margir kunna að fyllast hreinum og klárum valkvíða þegar taka þarf afstöðu.

Ég hef velt málunum lengi fyrir mér og hér er sá listi sem ég mæli með. Ég þori að ábyrgjast alla, þeir eru gegnheilir og traustir Sjálfstæðismenn ekki síður en þeir sem ég valdi ekki á listann minn:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson
  2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
  3. Birgir Ármannsson
  4. Brynjar Níelsson
  5. Kjartan Magnússon
  6. Diljá Mist Einarsdóttir
  7. Sigríður Á. Andersen
  8. Hildur Sverrisdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum. Markmiðið er að sjálfsögðu að ná inn átta þingmönnum í haust.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ææ ekki traustvekjandi að setja bara eina konu inn. Hvar er jafnrêttið? 

Soffía Káradóttir (IP-tala skráð) 4.6.2021 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband