Enn vantar Reykjavíkurbréfiđ í sunnudagsmogggann

Stundum er Mogginn hundleiđinlegur. Sérstaklega ţegar hann Davíđ Oddsson gleymir ađ skila Reykjavíkurbréfinu í sunnudagsblađiđ, rétt eins og núna. Hvernig er hćgt ađ byrja nýja viku án Reykjavíkurbréfsins? Jafnvel ţó Davíđ sé ađ mćra Trump og atyrđa nýja forseta Bandaríkjanna sem ég man aldrei hvađ heitir.

Ţessi pistill er um slćmt minni, gleymsku.

Uppáhalds fyrrverandi sjónvarpsmađur ţjóđarinnar skrifar pistil í sunnudagsblađiđ, hann ţarna ... Logi eitthvađ. Hann skrifar stundum ansi vel, góđur stílisti. Gerir sig stundum vitlausari en ég held ađ hann sé. Nú skrifar hann um blađburđarbörn. Í gamla daga bar hann út blöđ og minningin um iđjuna er ljúf og fögur í huga hans. Hann segir frá ţví ađ hafa ţröngvađ dóttur sinni til ađ bera út blöđ og safna ţannig peningum til ađ kaupa hross. Logi ţessi er auđvitađ orđinn ađ afgömlu hrossi. Skil ekki í honum eđa öđrum sem lesa pappírsdagblöđ. Hef ábyggilega veriđ áskrifandi ađ Mogganum í fimmtán ár án ţess ađ fá pappírseintak. Les hann á netinu. Hreinlegra og einfaldara.

Í gamla daga bar ég út Vísi. Ţađ var ágćtt en hundleiđinlegt ađ rukka. Ég gekk í Hlíđaskóla eftir ađ hafa útskrifast međ láđi úr Ísaksskóla. Strákarnir í bekknum mínum voru stundum óţekkir. Ekki ég. Var gćđablóđ, hlýđinn og kurteis. Minnir mig. Einu sinni voru hinir strákarnir óţekkir í smíđatíma hjá honum Birni, ekki ég. Í refsingarskyni vorum viđ allir látnir sitja eftir, í marga klukkutíma. Minnir mig. Ţá komst ég ekki í ađ bera út Vísi á réttum tíma. Ţađ var í eina skiptiđ sem ég fékk kvartanir frá blađinu. Lesendur vildu fá blađiđ strax eftir hádegi. Eftir ţetta var ég alltaf fúll út í Björn smíđakennara, er ţađ jafnvel enn ţann dag í dag, og er hann samt löngu hćttur kennslu og farinn yfir móđuna miklu.

Óboj, sögđum viđ í gamla daga og var tónninn mćđulegur. Ţetta varđ mér ósjálfrátt ađ orđi er ég sá ađ ađalviđtal sunnudagsblađs Moggans var viđ Björgvin ţarna hvađ hann nú heitir Halldórsson, söngvara. Ţetta fjölmiđlaliđ er alltaf samt viđ sig. Ţúsund sinnum hafa veriđ tekin viđtöl viđ Bjögga og viđ lesendur vitum eiginlega allt um manninn. Miklu meira en hollt er. Hvađ er eiginlega ósagt um hann? Ekkert. Ég lét augun hvarfla yfir viđtaliđ. Ţau stađnćmdumst viđ ţetta og athyglin vaknađi:

Annars átti ţađ nám vel viđ mig; ég hef alltaf veriđ mikill grćju- og tölvukarl. Macintosh-mađur frá upphafi. Svo ţví sé til haga haldiđ. Ég hef alltaf fylgst vel međ í tćkninni og mönnum á borđ viđ Steve Jobs og Elon Musk sem gert hafa mikiđ fyrir okkur međ ţekkingu sinni, dirfsku og framsýni.

Sko, hann Bjöggi er bara helv... góđur söngvari. Ég er líka forfallinn Makka-kall, frá upphafi. Og núna gaf ég mér tíma til ađ lesa allt viđtaliđ viđ Bo. Sá ţá ađ einn ritfćrasti blađamađur landsins hafđi tekiđ ţađ. Man aldrei hvađ hann heitir, ţarf ekki ađ vita ţađ, ég ţekki stílinn. Nöfn skipta litlu en hann heitir Orri eitthvađ. Minnir mig (sérstaklega ţetta „eitthvađ“). Mađurinn skrifar nćstum ţví hálft sunnudagsblađiđ og heldur ţví eiginlega á floti ţó ýmislegur hégómi eins og stjörnuspár og grein um föt dragi ţađ niđur.

Sá ágćti blađamađur Andrés Magnússon heldur sínum vana og skrifar algjörlega óţarfan pistil um atburđi vikunnar. Skil ekki ţörfina á svona upprifjun, ekki frekar en „fréttaannál ársins“ og álíka. Ţó ég muni aldrei neitt finnst mér dálkurinn skrýtinn. Hér eru dćmi:

  • Mikill fjöldi afbókađi dvöl í orlofshúsum um páskana, án vafa vegna hertra sóttvarna. 
  • Fjórir hafa gefiđ kost á sér til ţess ađ gegna embćtti umbođsmanns Alţingis ...
  • Ţriđja ţyrla Landhelgisgćslunnar er nú á leiđ til landsins ...
  • Risastór landfylling er fyrirhuguđ í Elliđaárvogi undir stćkkun Bryggjuhverfis.

Ţetta er svo hrikalega óskemmtilegt ađ ţađ truflar mig. Er ţađ virkilega svo ađ ekki vćri hćgt ađ nota plássiđ til ađ tala viđ enn einn heimsfrćgan Íslendinginn, Ladda, Kristján stórsöngvara, landsliđsmann í fótbolta, snoppufrítt andlit úr sjónvarpi, álitsgjafa međ ofurţykkar bótox-varir og barm í stíl, og önnur undur í ţjóđfélaginu?

En ţetta er nú allt aukaatriđi. Sem áskrifandi spyr ég einfaldrar spurningar og vil frá svar: Hvar er Reykjavíkurbréfiđ? Mér finnst ég svikinn og krefst endurgreiđslu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljótt er ef satt er nafni. Ég er líka svona átatuga áskrifandi og fć sunnudagsblađiđ á laugardögum. Ég geymi ţađ alltaf til sunnudags og eftir kvöldsteikina sest ég mettur niđur og les Reykjavíkurbréfiđ. Ţetta verđur ekki góđur páskadagur en kannski heimta ég ekki endurgreiđslu í von um ađ nćst komi 2 Reykjavíkurbréf. Oboj!

Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 3.4.2021 kl. 15:31

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Segi ţađ međ ţér, engir páskar hjá mér heldur. Óboj!

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 3.4.2021 kl. 15:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband