Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2018

Hćkkun skatta á bensín er tilrćđi viđ landsmenn

Guđmundur Ingi Guđbrandsson umhverfisráđherra segir hćkkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til ađ draga úr losun koltvísýrings. Markmiđiđ sé ađ fá fólk til ađ draga úr notkun bensínknúinna ökutćkja. 

Ţetta er ein sú vitlausasta yfirlýsing sem ráđherra hefur látiđ sér um munn fara. Og hann er í ríkisstjórn sem Sjálfstćđisflokkurinn tekur ţátt í. Og ég er í Sjálfstćđisflokknum og hlýt ţví ađ mótmćla hćkkun á bensíni. 

Viđ búum í stóru landi. Hćkkun á bensíni er landsbyggđaskattur. Ekki nóg međ ţađ međ henni er veriđ ađ draga úr ferđalögum fólks um landiđ.

Hvernig í ósköpunum á mađur ađ komast leiđar sinnar um landiđ öđru vísi en á bensínknúnum bíl eđa dísil? Ég kemst ekki inn í Ţórsmörk á rafdrifnum bíl, ekki heldur upp á Sprengisand, Kjöl, Fjallabak eđa á jökla (eru til rafdrifnir vélsleđar?). Eđa ćtlar umhverfisráđherra ađ senda hjálparsveit mér til ađstođar ţegar rafmagniđ ţrýtur? Ekki einu sinni björgunarsveitir nota rafdrifna bíla.

Ţessi stefna umhverfisráđherra má kalla „dagsisma“, kennd viđ borgarstjórann í Reykjavík sem gerir allt hvađ hann getur til ađ tefja umferđ bíla um borgina svo ţeir druslist nú í strćtó. Borgarbúar láta sem ekkert sé og ćtla sér ađ endurkjósa ţennan mann.

Hagkvćmustu bílarnir hafa hingađ til veriđ díselbílar. Nú eru ţeir orđnir óvinsćlir ţví sótiđ úr ţeim er stórhćttulegt. Ţá kaupir mađur sér bensínjeppa. Rándýran andskota sem eyđir ótrúlega miklu bensíni og nú hefur umhverfisráđherra hćkkađ verđiđ til ađ minnka mengun.

Gott fólk. Er ekki kominn tími til ađ endurskođa ţetta allt saman? Hvađ ţyrfti ég ađ gróđursetja mörg tré til ađ vega á móti akstri díseljeppa á einu ári? Ég skal gróđursetja tvöfalt fleiri tré, jafnvel ţrefalt. Ástćđan er einfaldlega sú ađ ég vil frekar verja (ekki eyđa) peningum í skógrćkt en borga hćrra verđ fyrir eldsneyti. Ég treysti einfaldlega ekki ríkinu međ sínar gráđugu krumlur sem lćđist ofan í veski almennings.

Ţar ađ auki ćtlar umhverfisráđherra ekki ađ gera neitt međ ţessa hćkkun á bensíni, hún gengur bara inn í ríkishítina. Engin skógrćkt, hvergi mokađ ofan í framrćsluskurđi í mýrum. Engar mótvćgisađgerđir, bara hćkkun hćkkunarinnar vegna.

Og hvađ í fjandanum er Sjálfstćđisflokkurinn ađ gera í ríkisstjórn sem hćkkar bensín til ađ draga úr eldsneytiseyđslu bíla. Er ćtlunin ađ einangra fólk úti á landi? Víđa er ţađ ţannig ađ aka ţarf langar leiđir til ađ fá heilbrigđisţjónustu, matvćli og ađrar nauđţurftir. Á fólk ekki ađ eiga ţess kost ađ skreppa bćjarleiđ til ađ hitta vini, vandamenn eđa bara fara í ríkiđ? Nei, ţađ á ađ draga úr eldsneytiseyđslu. Ágćtu vinir mínir á Skagaströnd, ţiđ eigi helst ađ fara gangandi inn á Blönduós ef ţiđ ţurfiđ ađ fara til tannlćknis, á fund, fótboltaleik eđa í ríkiđ. Verđi ykkur og öđrum á landsbyggđunum ađ góđu međ kveđju frá umhverfisráđherranum.

Gumađ er ađ ţví ađ rafmagniđ sé komiđ til ađ leysa jarđefnaeldsneytiđ af hólmi. Ţetta er auđvitađ tóm della. Yfirfćrslan tekur lengri tíma en eitt eđa tvö ár. Líklega tekur hún heila kynslóđ.

Finnst ţér ekki mikiđ rugl, ágćti lesandi, ađ á međan skuli ríkisstjórnin međ umhverfisráđherrann í broddi fylkingar (mann sem er ekki einu sinni međ bílpróf) reyna ađ trufla daglegt líf almennings? Hvers konar dallumakerí er ađ gerjast í ríkisstjórninni?

Má vera ađ ţađ sé svona sem stjórnmálaflokkur eins og Sjálfstćđisflokkurinn fjarlćgist stuđningsmann sinn, svo gripiđ sé til klisjunnar.

 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband