Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016

Stjórnarkreppa, ríkisstjórn ABCD eða nýjar kosningar

Stjórnmálamenn sem og allir aðir þurfa að átta sig á einu. Stjórnarkreppa ríkir á Íslandi. Ekki er nokkur leið að mynda ríkisstjórn sem hefur nægan meirihluta. Sú eina stjórn sem er tæknilega möguleg væri ef Sjálfstæðisflokkurinn (21 þingmaður), Björt framtíð (4), Viðreisn (7) og Framsóknarflokkurinn (8) næðu samkomulagi en samanlagt hafa þessir flokkar 40 þingmenn.

Ljóst er að þessi ríkisstjórn yrði ekki framhald þeirrar sem ríkt hefur frá 2013. Ástæðan er einfaldlega sú að hið pólitíska landslag gjörbreyttist í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn styrktist, Viðreisn varð til og Framsóknarflokkurinn tapaði stórt. Þetta yrði því ný ríkisstjórn á nýjum forsendum.

Hins vegar er þetta ekki góð ríkisstjórn. Fjögurra flokka ríkisstjórn þýðir eiginlega að hálft löggjafarþingið verður háð utan veggja Alþingis og á öðrum tímum. Slíkt væri hið mesta hallæri og erfitt í vöfum.

Skynsamlegast er auðvitað að kjósa aftur. Þingið sitji með starfandi ríkisstjórn þangað til kosið verður í febrúar eða mars. 

Ekkert er mælir á móti því að kjósa aftur, með því að leitað til þjóðarinnar og kannað hvernig hún vilja leysa úr stjórnarkreppunni.


mbl.is „Erum nú bara venjulegt fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband