Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Uppruni móbergsins í Vífilsfelli og nágrenni

AV sprunga2

Staðreyndin er sú að Vífilsfell er að hluta móbergsfjall. Áhugamönnum um jarðfræði finnst afar heillandi að neðri hluti fjallsins sé blágrýtisstapi ofan á móbergi og ofan á stapanum er svo aftur móberg sem gefur fjallinu að mestu leyti þá lögum sem við þekkjum.

Sem sagt, fjallið er samsuða af blágrýti og móbergi, er hvort tveggja stapi og móbergsfjall.

Athygliverðast er hins vegar sú staðreynd að móbergið sem myndar toppinn er miklu yngra en bergið sem neðar liggur. Það bendir einfaldlega til þess að eldvirkni hafi kviknað þarna meðan enn var jökull, því móberg hefur varla myndast án þess að vatn hafi komið við sögu.

Það sem ég er hins vegar að velta fyrir mér er sú staðreynd að Bláfjöll hafa stefnuna norðaustur-suðvestur (NA-SV). Öll önnur eldvirkni á svæðinu hafa sömu stefnu eftir því sem best er hægt að sjá á kortum. 

Þegar við lítum hins vegar á Vífilsfell, og sérstaklega ef við stöndum á toppi fjallsins, sjáum við að í norðvestur sjást móbergsfell eða „móbergshrúgur“ frá Vífilsfelli og í vestur eða norðvestur, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Stóra spurningin er þá þessi: Tilheyra Arnarþúfur og aðrar móbergshæðir fyrr eða síðari móbergsmyndun í Vífilsfelli? Ég á við hvort þessi fyrirbrigði tilheyra því móbergi sem er undir stapanum eða ofan á honum? Eða eru þau frá allt öðru tímabili.

Svona getur nú gúrkutíðin farið með mann. 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband