Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Er bara í lagi að rek´ana út á gaddinn?

Það er ekki bara sjávarútvegurinn sem tapar þegar engir peningar verða eftir í sjávarútvegsfyrirtækjum. Það verður ekki farið í nýbyggingar og öllum endurbótum verður haldið í lágmarki. Við það tapast mörg afleidd störf. Það er sem sagt ekki bara verið að taka frá hinum svokölluðu „kvótakóngum“ eða útgerðarfélögum heldur frá hinum ýmsu þjónustufyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Ég get ekki betur séð en að með þessu muni atvinnuleysi aukast og það svo um munar. Viljum við það?
 
Umræðan um veiðigjöld heldur áfram af fullum krafti. Almenningur skrifar í blöðin. Meðal þeirra er Ingibjörg Finnbogadóttir sem skrifar meðal annars ofangreint í grein í Morgunblaðinu í morgun undir fyrirsögninni „Er bara í lagi að reka okkur út á gaddinn?
 
Grein Ingibjargar er mjög yfirveguð og röi hennar eru skýr. Hún starfar hjá „vel reknu sjávarútvegsfyrirtæki sem hefur keypt allar þær veiðiheimildir sem það ræður yfir“. Ekki veit ég hvaða fyrirtæki það er og í raun kemur það málinu ekki við. Ingibjörg segir:
 
Ég fæ engan veginn skilið hvers vegna er í lagi að skattleggja eina starfsgrein langt umfram aðrar, enda eru veiðigjöld ekkert annað en skattlagning. Fiskurinn í sjónum er eign þjóðarinnar og þá hljóta vötnin, árnar og jarðhitinn að vera eign þjóðarinnar. Við hljótum þá líka að heimta gjöld af þeim sem nýta þesar auðlindir eða hvað?
 
Gallinn við þessa röksemdafærslu er að hún gleymir andrúmsloftinu. Ég hef stundum skotið því að í þessum pistlum mínum að ríkisstjórnin gæti hæglega skattlagt notkun þess. Nýtingin er líka svo mikil, allir draga jú andann og hvers vegna ættu þeir að sleppa við auðlindagjald. Legg til að mælir verðir settur á allt fólk. Samkvæmt útreikningum prófessors í viðskiptadeild Háskóla Íslands væri hægt að hafa um 30 milljarða upp úr þessari skattheimtu. Hægt að byggja aðra Hörpu fyrir þann aur.

Tungufoss er hljóður

Nú þegja þeir sem áður réðust á Halldór Ásgrímsson, fyrrum formann Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra. Hann átti svipað smáræði í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn og fyrir vikið sagður vilja engar breytingar á kvótakerfinu vegna fjárhagslegra hagsmuna.

Enginn átelur Steingrím J. Sigfússon vegna þess að gagnrýnendur Halldórs eru í flokki með hinum fyrrnefnda. Nú þegja þeir. Tungufoss er hljóður. 


mbl.is Átti milljónir í útgerðarfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við munum breyta ósanngjörnum lögum

Stjórnarsinnar ætla með ofbeldi að vaða yfir minnihlutann á þingi, útgerðarmenn, sjómenn, fiskvinnslufólk, sveitarstjórnir allt í kringum landið. Þeir halda því fram að þessir aðilar vilji „ráða efnislegri niðurstöðu veiðigjaldamálsins“.

Þegar fjallað er um mikilvæg mál er um vill þjóðin að minnsta kosti að haft sé samráð við hana, hún hafi eitthvað að segja um niðurstöðurnar. Norræna velferðarstjórnin neitar þjóðinni um þessa sjálfsögðu beiðni. Samstarf er ekki til í orðaforða hennar. Það er eitthvað fyrir aðra, ekki ríkisstjórnina.

Þegar rætt er um veiðileyfagjaldið taka stjórnarsinnar vart til máls en telja fjölda ræðna og lengd þeirra. Síðan fletta þeir upp í orðabókinni og kalla lýðræðislegar umræður málþóf. Aðrir velta því fyrir sér hversu lengi megi tala án þess að það sé kallað málþóf.

Stjórnarsinnar ræða vart frumvarpið sem kemur frá framkvæmdavaldinu, telja væntanlega slíkt ólýðræðislegt. Um leið finnst þeim það hin mesta ósvinna að einhverjir séu ekki sammála.

Þess vegna ætla þeir að lengja þingið inn í sumarið, reyna að þreyta stjórnarandstöðuna og þjóðina. Hamra stöðugt á því að lýðræðislegar umræður heiti málþóf þegar stjórnarandstaðan á í hlut.  

Vita skulu vinstri-grænir og samfylkingarmenn að löggjöf sem sett er á með svona ruddaskapa og án nokkurs samráðs verður breytt á næsta þingi eftir kosningar. Lýðræðishallinn verður leiðréttur sem og ósanngjörn skattheimta og lagasetning.


mbl.is „Vilja ráða efnislegri niðurstöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýringar vantar

Eru einhverjar líkur á því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi allsherjarmálaráðherra, sé að fela eitthvað í málefnum SpKef? Eða þurfum við að kæra hann fyrir Landsdómi til að fá botn í málið?

Í það minnsta vantar skýringar. 


mbl.is SpKef-málið „allt hulið einhverjum leyndarhjúp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörður er enn fúll á móti

Hvað skyldi hafa þurft að gerast til að útifundurinn í gær skuli hafa heppnast, að mati Marðar Árnasonar, hins glaðlega þingmanns Samfylkingarinnar.

Var fjöldinn ekki nægur? Voru ræðurnar ekki nógu góðar? Var ályktunin ekki nógu góð? Var aðsúgur andstæðinga lýðræðisins of mikill? Var veðrið ekki nógur gott?

Allt tal um að útifundurinn hafi misheppnast er tómt svartagallsraus úr höfði þessa þingmanns. Tugir skipa sigldu til Reykjavíkur, sjómenn og útgerðamenn flykktust á fundinn. Sjómenn, fiskvinnslufólk, útgerðarmenn, sveitarstjórnarmenn fluttu ræður.

Skilaboðin ættu að komast í gegn sem eru mótmæli gegn veiðileyfagjaldinu. Mörður Árnason neitar að hafa skilið boðskapinn, það kemur ekki á óvart. Hann hefur þráast lengi við gegn þjóðinni og út af fyrir sig er ekkert við því að segja. Hann er í góðum hópi samherja sem sjá ekkert annað en eigið ágæti, getur ekki unnið með öðrum og lýðræðið er bara fyrir fáa útvalda. Nefna má afstöðu Marðar og félaga hans til ESB, Icesave, byggðamála, skattheimtu og núna veiðigjaldsins. Mörður er fúll á móti í þessu eins og öðrum málum.


mbl.is Segir fund LÍÚ misheppnaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýður sem reynir að hindra málfrelsi annarra

Reykbomba

Innan við eitt hundrað manns reyndu að eyðileggja fund útvegsmanna, sjómanna og fiskvinnslufólks. Það tókst ekki. Hins vegar var fundurinn illa skipulagður og varð alls ekki sá peppfundur sem hann átti að vera.

Það er hins vegar athyglisvert að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar skyldu reyna að hleypa fundinum upp. Þeir komu þarna með ofbeldi, reyndu að þakka niðr'í ræðumönnum með bauli, hávaða og jafnvel voru þrjár reyksprengjur sprengdar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þannig er málflutningur lýðs sem vill ekki að aðrir fái að nýta málfrelsi sitt. Þeim finnst sjálfsagt að fá frelsi til eigin mótmæla en aðrir mega ekki mótmæla á sínum eigin forsendum.

Hluti af þessu fólki er lýðurinn sem barði á lögreglunni í búsáhaldabyltingunni, kveikti í jólatré og bekkjum og grýtti Alþingishúsið.

Í hverju þjóðfélagi er örfáir sem eru jafnvel tilbúnir til að vaða í þá sem hafa andstæðar skoðanir og jafnvel berja á þeim. Þetta sjáum við gerast í óeirðaseggjum sem fylgja fótboltaliðum í Englandi, nasistaflokkum víða í Evrópu og fasisma sem ber með sér feigð sem Anders Brevik predikar. 


mbl.is Um 1.500 manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Einar Örn bara stundum borgarfulltrúi?

 Ég er í vinnunni frá 9 til 5 og þegar ég kem heim þá er ég ekki kjörinn fulltrúi,“ sagði Einar Örn Benediktsson, kjörinn borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ummælin lét hann falla eftir að hafa þegið ferð í boði WOW air.

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og á þingi eru í sérstakri stöðu. Þess vegna þarf siðareglur og eftir þeim þarf að fara. Túlkun á reglunum er ekki undir hverjum og einum komið heldur þurfa allir að vera sammála þeim. Að öðrum kosti eru þar marklausar og engin ástæða til að eyða bleki, pappír og tíma í þær.

Í ofangreindri frétt Morgunblaðsins lætur borgarfulltrúi Besta flokksins eins og að hann geti ýtt á takka og sé ekki lengur borgarfulltrúi heldur eitthvað allt annað. Þetta er ekki svona auðvelt og til þess eru siðareglur að fara eftir þeim eins og Hann Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins bendir réttilega á í viðtalið við Morgunblaðið.

En svona er þetta með suma, siðareglurnar eru aðeins fyrir aðra og væntanlega þá sem hafa þennan hnapp sem hjálpar til að svissa persónuna frá borgarfulltrúa og yfir í annað að vild. Hanna Birna er ekki á þessari skoðun og segir í viðtalinu við Moggann:

Siðareglur borgarinnar, bæði fyrir borgarfulltrúa og starfsmenn borgarinnar, eru mjög skýrar hvað þetta varðar. Þær kveða einfaldlega á um að slík fríðindi megi ekki þiggja. Þessar siðareglur höfum við samþykkt án þess að greina með nokkrum hætti á milli athafna okkar sem borgarfulltrúa og einstaklinga. Sé það skilningur meirihlutans að við getum sjálf ákveðið með einhverjum hætti hvenær við látum á reglurnar reyna sem einstaklingar þá þarf augljóslega að endurskoða gildandi siðareglur eða þá að einstaka borgarfulltrúar verði að segja sig frá þeim,“ segir borgarfulltrúinn.

Þetta er viturlega mælt og ólíkt því sem sá maður segir er telst vera borgarstjórinn í Reykjavík. Hann slær úr og í, veit ekkert, skilur ekkert og einna helst að hann vilji hlífa samflokksmanni sínum og vini. Skortir líklega skilning og þekkingu á þessum málum eins og flestum öðrum er tengjast Reykjavíkurborg.

Sko, Einar Örn hefur gefið skýringar á þessu og ég hef ekkert við þær að bæta, segir Jón Kristinsson og lítur flóttalega til beggja handa rétt eins og hann sé að leita að útgönguleið úr þessum handritslausa farsa.


mbl.is Túlkun á siðareglum fráleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítlegt eðli

Sá leikur er ljótur að setja fram órökstuddar ásakanir. Það er gert til að eyðileggja málefnalegar umræður, fá gott fólk til að hætta að rökræða og neyða þá til varna vegna fáránlegra ásakana. Tilgangurinn helgar meðalið. Skemmdarverkið hefur náð tilgangi sínum.

Svo geta menn bara komið og beðið glottandi afsökunar. „Let the bastards deny it,“ á Nixon forseti Bandaríkjanna að hafa sagt einhvern tímann.

„Ertu hættur að berja konuna þína?“ er önnur álíka tæknileg spurning sem enginn getur svarað nema missa æruna.

Þannig er nú staða mála að sumir geta hreinlega ekki unnið með öðrum. Hið skítlega eðli, sem ofangreind ummæli bera vott um, er svo yfirgnæfandi.


mbl.is Björn Valur baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

94 skipstjórar með hógværa kröfu um samráð

Nítíu og fjórir (94) skipstjórar á íslenskum fiskiskipum skrifa undir ályktun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þeir vara við frumvarpi um veiðigjald og breytingará lögum um stjórnun fiskveiða.

Þetta eru auðvitað „hagsmunaaðilar“ eins og stjórnarliðar norrænu velferðarstjórnarinnar orða það og ætlast þar með til að rök slíkra séu marklaus og ógild. 

Skipstjórarnir hvetja til viðtæks samráðs um framtíðarfyrirkomulag í íslenskum sjávarútvegi. Undir það má taka. Liðsmenn norrænu velferðarstjórnarinnar eru sammála samráði en bara ekki ef það beinist gegn henni. Þeir vildu ekkert samráð um ESB, Icesave, skuldastöðu heimilanna og svo fjöldamargt annað.

Og nú „in your face“ eins og unglingarnir segja í stíl við amrískar hasarmyndir. Þröngsýn og frekja stjórnarsinna veldur því að þjóðin rís upp og mótmælir. Hún er búin að fá nóg af þessari ríkisstjórn.


Formaður OR veitir ekki upplýsingar

Ótrúlegt að Samfylkingin skuli klúðra öllum sínum málum á öllum vígstöðvum. Opiun stjórnsýsla, segja þeir í Samfylkingunni, en það á bara við þegar þeir eru í stjórnarandstöðu.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur verið óþreytandi í stjórn Orkuveitunnar en á við ofurefli að etja. Formaður stjórnar ætlar ekki að verða við kröfum Kjartans, það hefur verið ljóst frá upphafi. Sá maður grefur sína eigin gröf. 

Ég held að það þurfi ekki að fara í neinar grafgötur með það að formaður stjórnar Orkuveitunnar og framkvæmdastjórinn njóti ekki lengur trausts hjá borgarfulltrúum minnihlutans. Meirihlutaflokkarnir hafa gert þannig í bælið sitt að þeir verða vart endurkjörnir. Þar af leiðandi má búast við nýrri og betri stjórn Orkuveitunnar eftir næstu kosningar. 


mbl.is Liggja enn á upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband