Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Besti flokkurinn lifir á borgarstyrknum

Athygli vekur að Besti flokkurinn er nær algjörlega án baklands. Hann lifir á styrk frá Reykjavíkurborg þar sem hann heldur um stjórnartaumanna. Meðan aðrir flokkar sækja tekjur að stórum hluta til félaga sinna eru slíkar tekjur aðeins rúm milljón króna hjá Besta.

Hvað segir þessi staðreynd okkur? Jú, flokkurinn er aðeins örfáir félagsmenn, þeir sem starfa fyrir hann í borgarmálunum og nokkrir vinir og aðstandendur. Þetta er allt of sumt. Ekkert bakland, einangrað lið sem hvorki sækir upplýsingar til almennings né miðlar þeim. 


mbl.is Misjöfn afkoma stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskapítalið getur auðveldlega keypt um landið

Mér sýnist sjálfsagt að taka lög nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, til endurskoðunar og breytinga, þannig að bannað verði með öllu að selja eða afhenda með öðrum hætti erlendum aðiljum eignar og afnotarétt fasteigna hér á landi og taka þar með þann kaleik frá ráðherra að geta veitt leyfi til slíkra afhendinga. Það var, að mínum dómi, yfirsjón hjá hinu háa Alþingi, er Ísland gerðist aðili að EES-samningnum, að heimila aðiljum Evrópska efnahagssvæðisins að eignast fasteignir hér á landi.

Svo sköruglega ritar Magnús Thoroddsen, fyrrverandi hæstaréttarlögmaður og dómari við Hæstarétt í Mogganum í morgun. Hann er réttsýnn maður og skynsamur, hefur ekki haft sig mikið í frammi en þeim mun meiri ástæða til að hlusta þegar hann tekur til máls.

Ég er einn þeirra sem hafa verið tvístígandi vegna óska Kínverjans um jarðarkaup. Fólk ætti að íhuga það sem Magnús segir. Mér finnst að minnsta kosti ástæða til að velta mjög alvarlega fyrir mér þessum orðum hans:

Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og íslenzkur ríkisborgari. Ekki á ég lóðina undir húsi mínu, heldur leigi ég hana af borginni, svo sem títt er um aðra hús- eða íbúðareigendur í þéttbýli hér á landi. Þykir mér það sjálfsagt fyrirkomulag og hygg ég að svo finnist öðrum Íslendingum. Jarðir og lendur eru einu veraldargæðin, sem varanleg eru. Hvers vegna í ósköpunum eigum við að vera að selja erlendum aðiljum þessi gæði úr því að obbinn af Íslendingum nýtur þeirra ekki og lætur sér vel lynda? Þá segja menn: Við þurfum erlenda fjárfestingu inn í landið og það kann að vera rétt. En það er ekki sama hvernig hennar er aflað. Sjálfstæð þjóð gerir það ekki með því að selja undan sér landið.  

Samkvæmt lögfræðinni þurfa þrjú skilyrði að vera fyrir hendi til þess að um þjóðríki geti verið að ræða, þ.e.: „Land, fólk og lögbundið skipulag“. Gerir fólk sér virkilega ekki grein fyrir því, að „heimskapítalið“ getur keypt upp Ísland „Milli mjalta og messu“, ef Íslendingar halda ekki vöku sinni? Vilja menn það? Ekki trúi ég því. Það er viðbúið að ásókn erlendra auðhringa aukist stórlega í framtíðinni, vegna hinna miklu endurnýjanlegu náttúruauðlinda, er Ísland á yfir að ráða, nú þegar hratt gengur á óendurnýjanlegar auðlindir heimsins. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband