Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Bófarnir boðnir velkomnir

Verði sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur áfrýjað til Hæstaréttar og þar staðfestur má búast við því að erlendir meðlimir Hells Angels verði þar með óheimil dvöl á Íslandi. Það er veit á gott. Hitt er þó áhyggjuefni að stjórnvöld geta varla tryggt að þetta illþýði eða önnur komist til landsins enda gáttir hér allar opnar.

Hægt er að fljúga víðar til hingað en til Keflavíkurflugvallar. Farþegar skipa, að Norrænu undanskilinni, eru taka land án mikilla vandræða og dæmi eru um að vondu kallarnir hafi komið hingað á ýmis konar fleyjum. Í skjóli Schengen samkomulagsins eru glæpamenn boðnir velkomnir. Í ljósi ofangreinds er að öllum líkindum kominn tími til að endurskoða hið alræmda samkomulag síst af öllu átti að vera bófum til hagsbóta.


mbl.is Sýknað af bótakröfu vítisengla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn sækir orðstí sinn til dómstóla

Ég vil reyndar beina þessu til allra þeirra sem nú um stundir sveifla um sig ryðguðum atgeirum meiðyrðalöggjafarinnar.

Þá atgeira á aðeins að brúka þegar allt um þrýtur, ef menn kunna ENGIN önnur ráð sér til varnar.

En alls ekki annars.

Hvað oft á ég að segja það: Það sækir enginn orðstír sinn til dómstólanna!

Ég les oft pistla sem gamall skólabróðir minn úr MR skrifar á Eyjunni. Illuga Jökulssyni mælist oft skynsamlega. Þess á milli er ég ekki alltaf sammála honum en það gerir ekkert til, þannig er lífið.

Ýmsir þekktir menn geta verið umtalaðir og stundum ekki alltaf á þann hátt sem þeim líkar. Þá er hætt við að stutt sé í móðgunartaugina. Stirðleikinn kann svo oft að vera slíkur að lögfræðingi er sigað á einhvern lausmálgann og hann krafinn um fébætur til að milda sárasta sviðann. Og fyrir kemur að umkomulausir blaðamenn, bloggarar eða aðrir tölugir skrattar þurfa að punga út offjá fyrir tungutak sitt. 

Við slíkar aðstæður vakna tvær spurningar. Sú fyrri varðar það sem sumir kalla sjálfsagðan „rétt“, það er að tjá sig á þann þátt sem hverjum og einum hentar. Hitt varðar þann sem finnur til sviðans og getur vart á sér heilum tekið fyrr en einhverjir aurar eru komnir í budduna. Hvað hið fyrrnefnda varðar er réttur oft tvíeggja sverð, ógætileg ummæli hitta gjarnan þann sem sem viðhefur þau ekki síður en þann sem fyrir þeim lendir. Og þá sannast sem forðum var sagt að sjaldan verður hönd höggi fegin.

Um leið og fullyrt að að meðalhófið sé oft vandfundið fyrir þann sem þarf að tjá sig svo eftir sé tekið skal hitt líka staðhæft að enginns sækir orðstír sinn til dómstóla. Orðstír verður til á allt öðrum vettvangi.

Oft er betra að þola sviðann og um leið ættu menn að reyna að rata skynsamlega um meðalhóf tjáningarinnar. Á svipaðan hátt og Illugi Jökulsson gerir vil ég benda á að alltof oft er látið vaða á súðum í bloggi, viðtölum og greinaskrifum. Engum er sæmd af því að vera kallaður strigakjaftur.

 


Þú þarna páfi ...

Þú þarna, páfi. Veistu hvað hangikjetið hefur hækkað mikið frá síðustu jólum? Veistu í raun nokkuð um það hvað spjaldtölva kostar hér á Íslandi? Gerirðu þér grein fyrir því hver verðlagsþróunin þróun verðlags og launa hefur verið? Þú getur trútt um talað þarna suður í Róm þar sem smér drýpur af hverju strái og vínið kostar minna en blandið. Hér er dimmt og kalt, rigning einn daginn og er mikil prýði af jólaskeytingunum svona í skammdeginu. Það er nú kosturinn við jólin hérna uppi á hjara veraldar, ljós nær allan sólahringinn þegar sólarljósið sést ekki. Og boðskapur jólanna gleymist svo sannarlega ekki. Við kaupum og kaupum og kaupum ... Hinn sanni boðskapur jólanna að kaupa og fá gjafir frá kókakólajólasveininum. Kaupmenn eru bara mjög ánægðir með verslunina þó svo að margir fari til Glaskó, Líverpúl, Boston og Nefjork til að versla. Og fjölmiðlar eru svo ákaflega duglegir að taka viðtöl við kaupmenn og önnum kafna kaupendur að fátt annað kemst fyrir. Jafnvel Æseif er gleymt og hrunið er eitthvað sem gerðist í gamladaga rétt eins og þetta þarna með eitthvað ésubadn.
mbl.is Minnir á boðskap jólanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áratugatraust misnotað

Við skulum ekki gleyma því að Ísland hafði á mörgum áratugum byggt upp lánstraust sem stjórnendur bankanna notfærðu sér. Erlendir aðilar treystu því að það væri farið varlega í hlutina á Íslandi. Það er afar slæmt þegar menn taka áratugatraust og misnota það því það tekur langan tíma að byggja það upp að nýju.

Þetta segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, í afskaplega fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag, 21. desember. Þar koma fram ýmsar upplýsingar sem ég held að hafi ekki verið á margra vitorðin og manni hreint ofbýður. Árni segir á varnarbaráttu skilanefndarinnar og ekki síður því sem opinberir aðilar gerðu þegar allt hrundi haustið 2008. Fólk sem ekkert þekkir til hefur verið fljótt að dæma verk þáverandi ríkisstjórnar og ýmsa embættismenn. Það sem Árni segir í viðtalinu ætti nú að standa þessu fólki þvert í koki því hér talar sá sem einna gerst til þekkir um hina örlagaríku atburði:

Ég vil meina að Fjármálaeftirlitið hafi unnið algjört kraftaverk á þessum tíma, ásamt ráðuneytunum og Seðlabankanum. Jón Sigurðsson var þá formaður Fjármálaeftirlitsins og það mæddi mikið á honum við ákvarðanatöku. Ég held að við höfum verið afar lánsöm að hafa hann þarna. Það mæddi líka mikið á Geir H. Haarde og mér fannst hann standa sig gríðarlega vel. Ég tel að þessum tveimur mönnum og ýmsum öðrum ónefndum hafi ekki verið þakkað nægilega vel fyrir störf þeirra á þessum tíma. 

Eitt stærsta vandamálið sem skilanefnd Glitnis stóð frammi fyrir voru var að „þegar Glitnir var kominn í lausafjárvanda á árinu 2007 og 2008 safnaði bankinn saman mörgum bestu útlánum sínum á Íslandi og annars staðar og pakkaði þeim inn í svokölluð SPV-félög (Special Purpose Vehicle). [...]  Þessi útlán og SPV-félög voru sett að veði til Seðlabanka Evrópu í Lúxemborg og fékkst fyrirgreiðsla í peningum á móti.. Peningarnir voru greiddir frá Seðlabankanum til Glitn- is í Lúxemborg og þaðan til Íslands.

Þessar tryggingar vildi Seðlabanki Evrópu taka til sín og byrjaði selja á markaði fyrir um 20% af eðlilegu verði. Undir lá að ef skilanefndin hefði ekki náð að semja við seðlabankastjórann í Lúxembur um að stöðva þessa sölu hefði verið hægt að ganga að mörgum stærstu fyrirtækjum Íslands og setja í gjaldþrot. Skilanefndinn tókst sem sagt að ná samningum, fékk lán frá Seðlabankanu til að koma eignum Glitnis í Luxemburg í verð og lánið var nú greitt upp fyrir skömmu, tveimur áru fyrr en í skilmálum sagði.


Bullið í Margréti Tryggvadóttur

Með fullri virðingu hefur Margrét Tryggvadóttir, alþingismaður, ekki reynst vera besta heimildin um staðreyndir mála. Hún er einfaldlega á móti Geir Haarde, heldur að hann beri alfarið sök á bankahruninu 2008. Að auki vill er hún með hinum tveimur Hreyfingarþingmönnunum í þeirri hótun að leggja fram þingsályktuna um að ákæra aðra ráðherra fyrir Landsdómi verði ályktunin um Geir samþykkt.

"... enginn bilbugur ...", segir Margrét. Hvað á konan við? Er saksóknari kominn með bragð af blóði og ætlar að halda áfram glefsinu í Geir þrátt fyrir að búið sé að fella niður allt sem mestu skipti í ákærunni?

Margrét vill halda áfram með ákæruna þó ljóst sé að niðurstaðan mun ekki leiða til annars en sýknu. Hún skilur ekki stöðuna. Og hvernig er hægt að halda "saksóknaranefndarfund" Alþingis án þess að ræða mál Geirs og stöðu þess? Hvað annað er merkilefgra eða mikilægara?


mbl.is Enginn bilbugur á saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oflof Ólafar

Nú tekur Ólöf Nordal til við að skjalla hinn þreytta og aðgerðarlitla efnahagsráðherra. Hann kannast líklega ekki við hið fornkveðna að oflof er ekkert annað en háð. Ekki nokkur maður hefur séð manninn sinna nokkru máli hvað svo sem Ólöf segir.

Honum er það víst til afsökunar að forsætisráðherra telur ráðuneyti hans minniháttar og það beri að sameina öðru. Sama hefur fjármálaráðherra sagt. Það tekur því ekki að taka svona vinnu alvarlega og síst af öllu varaskeifan.

Hins vegar eiga orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins þann tilgang einann að valda úlfúð og óeiningu innan ríkisstjórnarinnar. Afskipti hennar eru þó óþarfi, ágreiningur og læti hafa hingað til skapast hjálparlaust innan stjórnarinnar. 


mbl.is „Árni Páll hefur gert þetta vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru allir vanhæfir

Engu skiptir hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar hafi forræðið á Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum. Þeir hafa allir með tölu sýnt sig vanhæfa og getulausa á fyrri stigum málsins.

Krafa þjóðarinnar er einfaldlega sú að ríkisstjórnin segi af sér og eft erði til kosninga. 


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bönnum skötuát í byggð

Ótrúlegt er til þess að hugsa að nokkur maður skuli vilja slafra í sig skemmda skötu og telja sér um leið trú um að hún sé holl og bragðgóð.
 
Nú líður að þorláksmessu sem er næstmengaðasti dagur ársins á eftir gamlaársdegi. þá er hefð fyrir því að almenningur og heldrafólk andi að sér menguðu andrúmslofti. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sannað að ekkert skemmir meir ósonlagið en skötuát enda fylgir því afar mikil þarmagassframleiðsla og það er losun þess sem er hættuleg.
 
Ég þekki fólk sem reynir svo mikið að falla inn í umhverfi sitt að það segir þvert gegn huga sér að skemmda skatan sé góð. Þetta fólk byrjaði á sömu forsendu að reykja. Svo þegar reykingar féllu úr tísku hætti það að reykja af samfélagsástæðum.
 
Þar sem meirihluti þjóðarinnar étur ekki skötu væri þá ekki tilvalið að kvelja minnihlutann og gera þessa neyslu erfiðari og bjarga um leið ósonlaginu. Bönnum hreinlega matreiðslu og neyslu á skötu nema utandyra, í að minnsta kosti tíu kílómetra fjarlægð frá næsta byggðu bóli. Þá fyrst má vænta gleðilegra jóla hjá okkur hinum sem kjósum hollara fæði.

mbl.is Rúm 40% borða skötu á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strigakjaftar auglýsa sig

Alltaf skemmitlegt er þegar sjálfskipaðir baráttumenn fyrir réttlætinu reyna að vekja athygli á sér eftir ansi dapurt gengi undanfarinna missera. Ekki síður verður gaman að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnarflokkarnir taka á friðarmálum Þráins Bertelssonar og Björns V. Gíslasonar

Þráinn og Björn V. hafa staðið sig best í að rífa stólpakjaft af öllum þingmönnum. Minna hefur verið úr efndum og minnst úr málefnalegri umræðu. Til dæmis ætluðu þeir að hefja rannsókn á meintri þátttöku Ísland í Íraksstríðinu, en heyktust á því. Þeir samþykktu loftárásir Nató í Líbýju og höfðu minnstar áhyggjur af morðum á saklausum borgurum. Þeir vilja Ísland úr Nató en gera ekkert í málunum.

Núna ætlað þeir að bjóða frægasta andófsmanninum í Kína pólitískt hæli á Íslandi. Líklega telja flestir það verðugt málefni. En hvers eiga hinir andófsmennirnir að gjalda? Af hverju ekki bjóða öllum Kínverjum sem steita görn gegn stjórnvöldum hæli á Íslandi? Eða er þeir bakkabræður Þráinn og Björn að vekja athygli á sjálfum sér? Stutt er jú í kosningar.


mbl.is Liu fái pólitískt hæli á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankinn átti tveggja kosta völ

Landsbankinn átti tveggja kosta völ og báðir voru þeir slæmir frá sjónarhóli bankans. Hann valdi um síðir þann sem skárri var, það er að gefa eftir lánin vegna stofnfjárkaupanna. Hinn kosturinn var sá að standa fast á „rétti“ sínum og fara í hart.

Stofnfjárkaupendurnir hefðu líklegast aldrei látið bankann vaða yfir sig þegjandi og hljóðalaust. Hver króna hefði kostað bankann án efa meiri fjárhæðir í vinnu, töpuðu almenningsáliti og viðskiptum. Trúlega hefðu öll málin tapast enda fordæmið komið í svipuðum málum.

Niðurstaðan sýnir að Landsbankanum er ekki alls varnað. Hann getur átt það til að taka réttar ákvarðanir. En enginn skyldi ætla að það sé af einskærri manngæsku. Blákalt hagsmunamat hefur án efa valdið mestu um ákvörðunina. 


mbl.is Svakalegu fargi af okkur létt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband