Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Eru Vestfirðir hluti af norðvestanverðum landinu?
23.12.2009 | 15:48
Lífið er ekkert annað en endalaust spjall um veðrið. Þá dettur manni ýmislegt í hug og verður fyrir vikið dálítið áttavilltur.
Nokkuð virðist vera á reiki hvað sé norðvestanvert landið. Sundum er það beinlínis hornið sem er norðvestanvert, það er Vestfirðir og Norðurland vestra. Þegar vel liggur á þeim á veðurstofunni er aðeins átt við Norðurland vestra. Þegar verr liggur á þeim er talað um Strandir og Norðurland vestra.
Oftar en ekki er fullyrt í fjölmiðlum að kafsnjór sé á Norðurlandi. Þár átt við við Akureyri og mynd kemur af fólki sem öslar hnédjúpan snjóinn. Á sama tíma er snjólaust á Norðurlandi vestra. Ekki gleyma því að Norðurland er stórt og veðráttan getur verið mismunandi á sama tíma.
Ég bý í höfuðstað Norðurlands. Þá halda flestir að ég búi á Akureyri. Nei, Akureyri er ekki höfuðstaður Norðurlands, ekki frekar en Skagaströnd, þar sem ég bý. Hins vegar veit ég ekki hvaðan þetta tal um höfuðstað Norðurlands kemur. Líklega frá einhverjum Akureyringi með útrásarkomplexa.
En það var þetta með veðrið á norðvestanverðu landinu. Auðvitað getur veðrið verið mismunandi á Vestfjörðum. Líklega er spáin allt önnur fyrir Strandir en fyrir Bíldudal. Í veðurfréttum eru Strandir oft spyrtar saman við Norðurland vestra. Kannski er það í lagi. Hins vegar velti ég fyrir mér að norðaustanátt er án efa önnur á Hólmavík eða Gjögri í samanburði við Skagaströnd, Sauðárkrók eða Hofsós svo dæmi sé tekið.
Svo er ekki úr vegi að hæla dugnaði þeirra blaðamanna sem skrifa beint upp kort Vegagerðarinnar um færð á vegum. Hálkublettir og snjóþekja eru frasar sem ættaðir eru úr þeirri átt. Mynd segir meira en þúsund orð og þess vegna geta blaðamenn einfaldlega sleppt því að þykjast og einfaldlega birt kortið.
Spá óveðri um landið norðvestanvert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Peningastefnumálastefnumálanefndin og pressuleikur ríkisstjórnar
10.12.2009 | 10:15
Auðvitað lækka stýrivextir. Mikil pressa hefur verið á peningastefnumálastefnumálanefnd Seðlabankans síðan hún ar uppföttuð til þess eins að draga valdið frá bankastjórninni.
Eitt af þeim atriðum sem fundin voru Davíð Oddssyni fyrrverandi Seðlabankastjóra til ávirðingar var að hann legðist gegn stýrivaxtalækkun sem var efst á óskalista ríkisstjórnainnar. Þess vegna varð að reka manninn og koma þeim í stólinn sem betur skilur hagfræðilegar þarfir og væntingar ríkisstjórnarinnar.
Traustur vinstri maður fannst í starf Seðlabankastjóra en honum var ekki alveg treystandi enda var hann hagfræðingur og þess vegna var fundið upp á því apparati sem nefnist peningastefnumálastefnumálanefnd. Í hana var sett valinkunnugt fólk sem flest átti að skilja þarfir einnar ríkisstjórnar.
Samt lækkuðu stýrivextir ekki. Þeir stóðu lengi í stað og var það af öllum líkindum vegna þess að hvorki nýji Seðlabankastjórinn né peningastefnumálastefnumálanefndin skildi ekki hagfræði vinstri stjórnarinnar hvað þá þarfir hennar. Ekki vantaði þó pressuna af hálfu forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Í fjölmiðlum hafa þau lengi látið það skýrt í ljós að væntanlega væri veruleg stýrivaxtalækkun. Sú frétt hefur dregist (rétt eins og góða fréttin um Icesave).
Hafi pressan komið fram í fjölmiðlum var hún áreiðanlega meiri bak við tjöldin. Svo leið og beið en lítið gerðist. Smám saman lækkuðu stýrivextir en aldrei kom stóra lækkunin (né góðu fréttirnar um Icesave). Þetta var bara eins og Davíð væri enn í bankanum og hann væri einn peningastefnumálastefnumálanefndin.
Af þessu má einfaldlega draga þá ályktun að stýrivöxtum var ekki haldið uppi af Davíð Oddsyni og má engu skipta hvort hann sé góður maður eða vondur. Þar af leiðandi var brottrekstur hans úr Seðlabankanum af pólitískum rótum eins og auðvitað allir vissu. Svo er bara að bíða eftir skýrslu nefndar Alþingis um bankahrunið. Þá er það von vinstri manna að í skýrslunni verði Davíð Oddssyni lýst sem vonda kallinum sem með einbeittum ásetningi kom þjóðinni á hausinn. Við hin bíðum bara rétt eins og við biðum eftir stýrivaxtalækkuninni (enn bíðum við eftir fréttum).
Stýrivextir lækka í 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meirihluti Alþingis stórskaðar hagsmuni Íslands
3.12.2009 | 10:29
Þegar Samfylkingin talaði sig hása gegn fjölmiðlafrumvarpinu var það kallað sjálfsagður réttur þingmanna að tjá sig um mikilvægt mál. Málfrelsi og tjáningarfrelsi annarra er ekki mikils virði hjá Samfylkingafélaginu í Garðabæ sem framleiðir ályktun samkvæmt pöntun flokksforystunnar.
Nú hafa þeir 20.000 landsmanna áreiðanlega stórskaðað hagsmuni Íslands sem krefjast þess að forseti Íslands staðfesti ekki lögin um Icesave.
Þeir sem standa viljaspyrna við fótum ganvart sjálftekt erlendra ríkja í fjárhirslur hafa án efa stórskaðað hagsmuni Íslendinga.
Svo má spyrja hvort það sé ekki meiri skaði þegar ríkisvaldið með allan sinn mannauð stendur ekki betur en svo að málum að það þurfi fólk úti í bæ, ekki aðeins stjórnarandstöðuna, heldur almenna borgara til að sýna fram á þann skaða sem ríkisstjórnin er að valda þjóðinni með því að keyra Icesave í gegnum þingið?
Það er meirihlutinn á Alþingi sem er að stórskaða hagsmuni þjóðarinnar.
Lýsa furðu á málatilbúnað stjórnarandstöðunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |