10 reglur á ísbjarnaslóðum

Ísbirnir eru efstir í fæðukeðjunni, enginn hefur lyst á þeim og enginn ræður við þá án hjálpartækja. Eftirfarandi ráð má hafa í huga á íslenskum ísbjarnarslóðum:

  1. Ísbirnir eru slakir langhlauparar en úrvals spretthlauparar
  2. Ísbjörnum finnst hrátt kjöt afar gott - jafnvel í jakkafötum með bindi
  3. Hitti maður ísbjörn á förnum vegi deyr annar hvor - líklegast sá tvífætti
  4. Ísbjörn er enginn „bangsi“
  5. Best er að hlaupa inn í hús - og líta aldrei um öxl,
  6. Ganga skal alltaf undan vindi þar sem ísbjarna er von
  7. Ef allt bregst er gott að vera með einhverjum sem hleypur hægar en maður sjálfur
  8. Allra best er að skjóta björninn og hringja svo í lögguna
  9. Enginn skyldi hringja í fjölmiðla fyrr en ísbjörninn er andaður
  10. Náttúruverndarsamtök geta bjargað lífi ísbjarna - þau stofna lífi fólks í hættu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband