Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
10 reglur á ísbjarnaslóðum
20.6.2008 | 11:57
Ísbirnir eru efstir í fæðukeðjunni, enginn hefur lyst á þeim og enginn ræður við þá án hjálpartækja. Eftirfarandi ráð má hafa í huga á íslenskum ísbjarnarslóðum:
- Ísbirnir eru slakir langhlauparar en úrvals spretthlauparar
- Ísbjörnum finnst hrátt kjöt afar gott - jafnvel í jakkafötum með bindi
- Hitti maður ísbjörn á förnum vegi deyr annar hvor - líklegast sá tvífætti
- Ísbjörn er enginn bangsi
- Best er að hlaupa inn í hús - og líta aldrei um öxl,
- Ganga skal alltaf undan vindi þar sem ísbjarna er von
- Ef allt bregst er gott að vera með einhverjum sem hleypur hægar en maður sjálfur
- Allra best er að skjóta björninn og hringja svo í lögguna
- Enginn skyldi hringja í fjölmiðla fyrr en ísbjörninn er andaður
- Náttúruverndarsamtök geta bjargað lífi ísbjarna - þau stofna lífi fólks í hættu
Enginn réttur brotinn
19.6.2008 | 14:40
Sé ekki hvernig iTunes geti verið ólöglegt nema fyrir þá sök að notendur þess greiða ekki virðisaukaskatt af viðskiptunum. Rétthafar fá alltaf sinn hlut hvar sem kaupandinn er búsettur.
iTunes hefur einfaldlega samið við alla rétthafa tónlistar, bíómynda, sjónvarpsþátta, hljóðbóka og annars efnis sem selt er í gegnum þessa þjónustu.
Ég keypti fyrr á þessu ári inneign hjá ituneshop.net og er afar ánægður með þetta fyrirtæki. Það er stórkostlega einfalt í notkun fyrir almenning.
iTunes kemur Stef ekki nokkurn skapaðan hlut við því sá réttur sem samtökin eru að gæta er ekki brotinn á neinum.
Auðvitað verður iTunes að koma til Íslands enda sjálfsagt að notendur búsettir á Íslandi greið virðisaukaskatt af viðskiptunum.
Hitt er tóm vitleysa að reyna að hindra Íslendinga að njóta þjónustunnar. Það er útilokað nema því aðeins að loka fyrir netsamband við umheiminn. Þá er orku manna betur í það verkefni varið að stofnsetja iTunes hér á landi.
Íslendingar nota iTunes-verslunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |