Landskemmdir aukast með fleiri ferðamönnum

DSCN6675 copyAukinn fjöldi ferðamanna er ekki að öllu leyti fagnaðarefni vegna þess að hann hefur í för með sér meiri átroðning á viðkvæmri náttúru landsins. Einna helst sjást skemmdir á göngustígum og er með ólíkindum hversu hratt þeir breytast. Ekki er þó mannskepnunni einni um að kenna því vatn rennur ofan í troðna stíga og þeir rofna hratt, verða fljótt ófærir fyrir göngufólk. Göngumenn flytja sig þá um set, úr ófærunni og nýr stígur myndast við hliðina og svo koll af kolli.

Það er stórkostlegur árangur á ná 500 þúsund ferðamönnum hingað til lands, hér er ekki verið að amast við slíkum árangri. Eflaust á undirritaður einhvern þátt í því sem og að vekja áhuga landsmanna um gönguferðir um Ísland og víst er að hann á nokkur spor hér og þar um landið.

Hitt er orðið knýjandi verkefni að byggja upp gönguleiðir og koma þannig í veg fyrir áframhaldandi skemmdir. Maður horfir í hryllingi á Þverfellshorn í Esju sem er algjörlega úttroðið og viðbúið að fleiri staðir víða um land eiga eftir að lúta álíka örlögum. Fjölmargar gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur eru illa útlítandi, t.d. leiðin á Vífilsfell og gönguleiðir á Hengil.

DSC00062Skemmdir eru víða á gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur, gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, gönguleiðum í Þórsmörk og Goðalandi og fleiri má nefna.

Það er ótrúlegt að fleiri skuli ekki hafa tekið eftir þessu. Væri hér um að ræða vegi væru ótal þrýstihópar komnir í fullt kröfustarf og allir fjölmiðlar titrandi í gúrkutíðinni.


mbl.is Stefnir í hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband