Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

Eru vondu kallarnir svona hrikalega vitlausir?

Tilraunir til svokallađra hryđjuverka á Bretlandi vekja undrun fyrir ţá sök hversu illa var ađ verki stađiđ. Sá grunur lćđist óhjákvćmilega ađ manni ađ annađ hvort hafi ţessi tilrćđi veriđ hrikalega illa undirbúin og ţeir sem ađ ţeim stóđu hafi einfaldlega ekki kunnađ til verka eđa ţá ađ ţarna hafi átt ađ leiđa stjórnvöld og almenning á villigötur, meira og miklu verra sé í undirbúningi.

Í Glasgow var bíl í ljósum logum ekiđ á sjúkrahúsbyggingu. Vegfarendur finna megna bensínlykt frá bílum sem reynast fullir af sprengiefni. Engar sprengingar verđa vegna ţess ađ vondu kallarnir gátu ekki sprengt bílana, svo illa var frá sprengiefninu gengiđ. Lögreglan fann í bílunum síma sem átti ađ nota til ađ sprengja ţá og var hćgt ađ rekja númeriđ til gerendanna.

Ţetta eru greinilega handabaksvinnubrögđ. Eđa hvađ? Ekkert bendir til ţess ađ sömu samtök hafi undirbúiđ ţessi hermdarverk og árásirnar á World Trade Center ţann 11. september 2001. Til ţess virđist undirbúningurinn hafa veriđ skammur, handahófskenndur og markmiđiđ varla annađ en ađ vekja athygli. Og mađur spyr sig til hvers var ţetta gert?

Vonandi eru vondu kallarnir bara svona hrikalega vitlausir. Engu ađ síđur lćđist ađ manni sá ískyggilegi grunur ađ nú sé ađeins veriđ ađ afvegaleiđa stjórnvöld á Bretlandseyjum, allt annađ og meira sé í bígerđ, og ţađ komi jafn mikiđ á óvart eins og atburđirnir 11. september 2001.

Hvađa ályktun er hćgt ađ draga af ţví ađ nokkrir af vondu köllunum séu lćknar? Sú stađreynt skiptir sáralitlu máli. Vćri ţađ ekki meira áhyggjuefni ef ţeir hefđu haft einhverja sérstaka menntun sem hefđi auđveldađ ţeim ćtlunarverk sitt, t.d. veriđ verkfrćđingar, smiđir, tölvunarfrćđingar eđa  tćknimenntađir. Jú, jú, lćknar eiga ađ hjálpa en ţeir henta ekki beinlínis í ţessa „atvinnugrein“.

Og hvađ hef ég svo annađ fyrir mér í ţessu en hugbođiđ eitt. Jú, hótanir hafa iđulega komiđ frá öfgafullum samtökum í austurlöndum nćr og fjćr og einnig innan einstakra landa. Lögregluyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa líka látiđ frá sér fara eitt og annađ sem bendir til ađ nú ríki logniđ sem sé áreiđanlega fyrirbođi stormsins. Svo geta ţessar hugleiđingar mínar einfaldlega veriđ afleiđing af ţví ađ ég hafi bara lesiđ alltof margar glćpasögur og horft of mikiđ á bandarískar bíómyndir?

Ţađ getur engu ađ síđur veriđ skynsamlegt ađ halda kyrru fyrir á klakanum, fara hvorki til Evrópu né Ameríku á ţessu ári.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband