Orðfærið sem notað er við réttlætinguna
19.11.2009 | 08:36
Tökum eftir undirbúningnum við kynningu á skattahækkunum. Þær eru einfaldlega tær blessun fyrir okkur alþýðu manna á erfiðum tímum. Þau okkar sem eftir verða í landinu munum líta framtíðina björtum augum.
Skoðum orðfærið sem á að gera það að verkum að við öll gleðjumst þó af okkur sé skorinn fótur til að auka peningamagn í ríkiskassanum:
- Réttlæti
- Jöfnuður
- Leiðrétting
- Nýtt, glænýtt
- Gjald (ekki skattur)
Og svo kemur réttlætingin á stóreignaskattinum og hann á að heita auðlegðargjald. Minnir mann á vinstri stjórnina sem vildi draga úr nefndafargani og þar eftir hétu nefndirnar vinnuhópar. Vinstri menn hafa nefnilega alltaf verið áhugasamir um orðfærið. Stjórnmálaflokkarnir voru sumir hverjir í lengri tíma kenndir við alþýðu en það dugði þeim lítt til framdráttar.
Tökum svo eftir að rðikisstjornin notar aldrei heildarskattprósentuna, aðeins þann hluta sem ríkisvaldið leggur á en gleymir að nefna hluta sveitarfélaganna. Hvers vegna? Skattprósentan er þannig lægri og lítur betur út í áróðrinum.
Vinstri stjórnin gleymir grundvallaratriði við skattlagningu. Það varðar líka réttlæti og jöfnuð. Vansköttun (orðið er að öllum líkindum fundið upp af ráðgjafa fjármálaráðherra) veldur aldrei neinum vandamálum hjá borgurum landsins. Ofsköttun veldur þeim hins vegar margvíslegum vanda og niðurstaðan verður án efa sú að skattstofninn minnkar.
En hvað getum við gert. Um leið og ríkisstjórnin telur sig hafa leiðrétt ranglæti verðtryggingar og myntkörfulána tekur hún hagnaðinn til baka vegna réttlætisins.
Og enginn talar lengur um Icesave og skuldir óreiðumanna.
50 milljarða skattahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.