Froða uppvaskarans í Samfylkingunni
18.10.2009 | 13:30
Mikið djö... hló ég. Afsakið orðbragði en maður getur varla stillt sig þegar fyrir augum verður góður og innihaldsríkur texti. Ég skal skýra þetta aðeins nánar.
Í vikunni las ég afskaplega fróðlega grein eftir Stefán Svavarsson, endurskoðanda, og kennara í reikningshaldi við Háskóla Íslands og nefnist hún Veðlán Seðlabankans. Forðum er ég kom við í viðskiptafræðinni í Háskólanum var Stefán annar þeirra sem mér þótti afspyrnu áhugaverður kennari og kannski var það hans vegna að ég fékk aukinn skilning á bókhaldi og uppgjöri, vann meira að segja við það í mörg ár.
Greinina eftir Stefán vistaði ég inn á tölvuna mína og hugðist alltaf skrifa eitthvað um hana en það gleymdist í önnum dagsins. Mér þótti nefnilega greinin skýra afar vel hluti sem ég hafði ekki skilið fullkomlega og varð
Í Morgunblaði sunnudagsins er að venju afar áhugavert Reykjavíkurbréf, listavel skrifað. Í því eru undirliggjandi meiningar, bæði upplýsandi og einni pólitískar. Í lokakaflanum segir:
Það átti að vera hápunktur herferðarinnar sem átti að leiða til þeirrar sælu niðurstöðu að tap Seðlabankans væri mesta tap alls hrunsins og þungbærara en sjálft Icesaveklúður ríkisstjórnarinnar að fá virtan samfylkingarfræðimann, sem verið hefði í útlöndum og þekkti fræga menn, til að slá lokastrikið undir ófrægingarlotuna. Þá þyrfti ekki lengur um málið að deila. En það fékk illan endi og það var með vísun til þess sem fyrirsögn bréfsins var valin.
Fræðimaðurinn hellti sér yfir Seðlabankafólkið af miklu yfirlæti, eins og slíkum er tamt og sagði að því hefði borið að taka veð í innistæðum innistæðueigenda í bönkunum! Hann er vísast eini maðurinn sem vitað er um að hafi samtímis farið út af í fyrstu beygju og gatað á fyrsta efnisatriðinu í bókinni fyrir byrjendur. Bankar skulda innistæðueigendum innistæður þeirra en eiga þær ekki. Á fyrsta ári í verslunarskóla vita allir menn, líka þeir sem lesa ekki heima að menn taka veð í eignum manna eða banka en ekki í skuldum þeirra! Hafi hinn mikli fræðimaður samfylkingarinnar unnið í Seðlabanka Bandaríkjanna hlýtur það að hafa verið í uppvaskinu.
Og það var nákvæmlega þarna sem ég hló. Og hlátur minn var bæði vegna húmorsins sem höfundur Reykjavíkurbréfsins hefur til að bera og svo verð ég að viðurkenna að hláturinn var illkvitnislegur enda hefur mér lengi leiðst sú froða sem oft verður til hjá sumum Samfylkingarmönnum þegar þeir eru að tala um mál sem þeir þekkja ekki.
Nú bíð ég eftir því að djarfir hagfræðingar á borð við Gauta Eggertsson (sem vann við uppvaskið) og Jón Steinarsson skýri nánar út fyrir Stefáni Svavarssyni hvað þeir eiga raunverulega við og reyni þannig að áfrýja falleinkuninni með því að kjafta sig í kringum málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.