Hagur af lægri afborgunum lána fer í skatta
1.10.2009 | 16:39
Ríkisstjórnin gefur og ríkisstjórnin tekur. Hún gefur okkur vonarneista, þykist ætla að lækka afborganir af íbúða- og bílalánum (að vísu á okkar eigin kostnað). Daginn eftir slekkur hún þenna sama vonarneista með því að hirða af okkur mismuninn í skatta.
Við stöndum því einfaldlega í stað og að manni læðist sá bitri sannleikur að tilgangurinn með lægri afborgunum af lánunum hafi einfaldlega verið sá að gera okkur hæfari til að borga skatta.
Forðum var sagt; drottinn gaf, drottinn tók. Óupplýstum almúganum var talin trú um að yfirnáttúruleg máttarvöld réðu því sem gerðist; lífi, dauða, slysum, plágum jafnvel sköttum.
Við sem teljumst til hins sauðsvarta almúga nútímans erum ef til vill örlítið upplýstari en forfeður okkar. Ríkisstjórnin telst ekki til yfirnáttúrulegra máttarvalda. Þau eru jarðnesk þó stórlega megi draga í efa að jarðtengingin sé til staðar.
Yfir okkur hafa hellst hrikalegar náttúruhamfarir af mannavöldum, rétt eins og á mann hafi fallið skriða. Ríkisstjórnin lætur auðvitað grafa hann upp og um leið hún sér að hann er með lífsmarki er mokað yfir aftur.
Ekkert andrými er gefið heldur gripið til gamaldags hallærisráða sem maður hefði talið að væru geymd á Þjóminjasafninu.
Og svo er reynt að sannfæra okkur um að við höfum ekki efni á öðru, ríkissjóður sé tómur. Á móti ég skal segja yður, ágæta ríkisstjórn, að til er tugur betri úrræða en að pönkast á almenningi vegna glæpa vanskilamanna. Ef þetta á að verða raunin er ekki annað hægt að gera en að slá í pott gegn vanhæfri ríkisstjórn.
Reikna með 87 milljarða halla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.