Morgunblaðsmaður afhjúpar formann fasteignasala

Fjölmiðlar virðast stundum vera ferlega umburðalyndir. Formaður Félags fasteignasala kemur ítrekað í fjölmiðla og segir að fasteignamarkaðurinn sé að hjarna við. Öllum hefur þó verið ljóst að svo er ekki en samt er dellan birt án athugasemda.

Magnús Halldórsson heitir ágætur blaðamaður á Morgunblaðinu. Honum finnst það ábyrgðarhluti hjá formanninum „að rugla tóma þvælu“ eins og hann orðar það í lítilli grein í morgun. Hann segir um meint batamerki á fasteignamarkaðnum samkvæmt fullyrðingum formanns fasteignasala:

... byggt á því að í vikunni 11.-17. september hefði 57 kaupsamningum verið þinglýst en að meðaltali hafa þeir verið aðeins 34 það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra, þegar markaðurinn var sagður frosinn, var 66 kaupsamningum þinglýst að meðaltali.

Magnús segist hafa í upphafi árs unnið greinaflokk um stöðuna á fasteignamarkanum og komist að þeirri niðurstöðu að verðfall væri óhjákvæmilegt meðal annars vegna offramboðs.

Við nánari skoðun varð mér ljós að stöðumat Ingibjargar var rangt og raunar tóm þvæla. [...] Það er ábyrgðahluti hjá forsvarsmanni Félags fasteignasala að halda því fram að fasteignamarkaðurinn sé að ná sér á strik. [...] Staðreyndin er sú að markaðurinn er ekki að ná sér á strik. Þvert á móti bendir allt til þess að verðlækkunin sé hraðari en reiknað var með.

Flestir sem eitthvað fylgjast með fasteignamarkaðnum hafa greinilega fundið fyrir frostinu. Í besta falli hefur að þótt aumkunarvert þegar formaður fasteignasala hefur komið fram í fjölmiðlum og farið með staðlausa stafi og fjölmiðlar birt froðuna athugasemdalaust. Þess vegna er gott að Magnús skuli nú hafa afhjúpað þessa vitleysu.

Lykillinn að góðum almannatengslum Félags fasteignasala sem og allra annarra er ekki að skrökva eða reyna að fara á svig við staðreyndir. Það getur aldrei blessast. Hins vegar ættu fasteignasalar að kappkosta að segja frá réttri stöðu mála eða einfaldlega þegja meðan á þessum hörmungum stendur.

Almenningur lætur ekki plata sig hvað eftir annað. Formaðurinn getur því miður ekki komið aftur í fjölmiðla og haldið því fram að markaðurinn sé að lagast. Það telst ekki góð sönnun að markaðurinn sé að hjarna við þegar þinglýstir samningar eru færri en þegar þar ríkti sem næst alkuli. Næst þarf hann að koma með haldgóðar sannanir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Verra er samt að verðlækkunin kemst ekki inní vísitöluna til lækkunar vegna "makaskiptasamninga". Sem aftur sýnir svart á hvítu hversu galin þessi verðtrygging er

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.9.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband