Engin er þó froslyftingin og ekkert hrím

Sé vatn á tunglinu hvernig stendur þá á því að engin bein ummerki eru um það? Skilst að brunagaddur sé á þeim hluta sem ekki snýr að sólu en tiltölulega hlýtt þegar hún skín. Engin merki eru þó um frostlyftingu í jarðvegi, hvergi verður til neins konar uppgufun, enginn hefur nefnt ís eða hrím. Dreg ég þó ekki í efa þessar fréttir en datt þetta bara í hug
mbl.is Vatn fannst á tunglinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhverntíman heyrði ég þá kenningu að kjarni tunglsins væri úr vatni/ís. Kannski sé eitthvað til í þeirri kenningu eftir allt saman?

Skorrdal (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 15:28

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þegar ég var afar ungur var sagt að tunglið væri allt úr tómum osti. Mér vitanlega hefur það ekki verið beinlínis afsannað.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.9.2009 kl. 15:32

3 identicon

Hehehehe. Það voru eflaust andstæðingar kúabænda í Evrópu sem héldu því fram!

Ég hef reyndar heyrt þá kenningu nokkrum sinnum áður - en hef ekki enn fundið staðfestingu á því að síðustu tunglverjar hafi tekið með sér kex, vínber eða sultur, síðast þegar þeir heimsóttu "tungl-ostinn"; hvað þá rauðvín!

En, til að vera sanngjarn, held ég þeir hafi heldur ekki tekið með séð kokteilhrysstara eða áfengi, til að nýta klakann sem þarna er... Og, af myndum, virtust þeir ganga á sementi...

Skorrdal (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Rebekka

Það er vegna þess að þetta er svo lítið vatn.  Eins og sagði í fréttinni þá er 1 lítri af vatni í einum rúmmetra af jarðvegi á tunglinu.  Það þýðir að vatnsmagnið sé 0.001 hluti af jarðveginum.  Ef ég skil Wikipedia rétt, þá hefur skraufþurr jarðvegur (http://en.wikipedia.org/wiki/Water_content) í sér 0.01 - 0.25 hluta af af vatni,  sem er mikið meira en vatnsmagnið á tunglinu.  

Rebekka, 25.9.2009 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband