Spámaðurinn mikli eða kjaftaskurinn

Talaðu oft, mikið og lengi. Eftir nokkur ár verður sagt um slíkan mann að hann hafi lengi verið baráttumaður og svo er endalaust hægt að vitna í ræður og skrif hans.

Auðvitað er þetta ekki geðfellt ráð. Sá sem fer eftir því verður kjaftaskur. Fleiri myndu eflaust mæla með því ráði að tala sjaldan, tala stutt og reyna að vera skorinorður.

Jón Baldvin Hannibalsson hefur vit á fjölmörgu og talar lengi og mikið um allt frá ESB til breytinga á vegarstæði við Álafoss. Hann skrifar líka óhemju langan texta og lætur allt vaða. Sem fyrrverandi ráðherra og þingmaður er hann endurnýtanlegur. Alltaf er hægt að vitna í kallinn og stundum hljómar það spaklega. Hann hefur hlaðið fram öllum skoðunum og hlýtur því oft og mörgum sinnum að hafa rétt fyrir sér.

Svona eru margir, en sumir kjafta alveg rosalega. Reynsla þeirra er mikil. Þeir hafa hitt höfðingja og stórmenni beggja vegna Atlantshafsins, drukkið brennivín með ráðherrum og fyrirmönnum, dottið í´ða með kokkinum, tekið á leigu einkaþotu, vaknað í Kaupmannahöfn, setið fullir á tröppum á samkomuhúsinu í Hnífsdal með bindið um hausinn og stelpu í fanginu, staðið í brúnni hjá Sameinuðu þjóðunum og þrumað yfir hausamótunum á allra þjóða kvikindum.

Og hvað situr eftir. Jú, ótal sögur og mikil eftirspurn eftir áheyrendum. Þeir sem hlusta tala um spámanninn mikla, þeir sem hlusta grannt finna fyrir kjaftaskinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband