Stórkostlegar skemmdir á Þverfellshorni

 

DSCN1610

Þverfellshorn er aðeins hluti af Esjunni. Lítið er gert í því að hvetja fólk til að njóta gönguleiða á aðra hluta fjallsins til dæmis Kerhólakambs, Kistufell, Lág-Esju og ekki síður Móskarðshnúka sem tengjast Esju órofa böndum.

Þegar fólki er smalað á einn stað hlýtur landið að bera þess merki, átroðningur hefur vaxið og víða hafa orðið stórskemmdir á landi. Sérstaklega er ástandið slæmt í mýrinni á Langahrygg og undir klettabelti Þverfellshorns. Á báðum stöðum hafa troðist margir göngustígar og vatn náð að grafa þá niður og þannig stórlega aukið við skemmdirnar.

Staðan á Þverfellshorni er orðin svo slæm að borgaryfirvöld og Skógræktin þurfa nú að huga að því byggja upp tröppur upp hlíðina undir Horninu til að hlífa landinu. Ástandið getur ekki annað en versnað og í svona bratta eins og þar er gerast hlutirnir mjög hratt þegar göngumönnum fjölgar - og þeim á eftir að fjölga..


mbl.is 90% aukning í gönguferðum á Esju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband