Gerir Ísland innrás í Holland?

aa_onytt.jpg

Hún er lúmsk þessi frétt á mbl.is og sú sama á bls. 7 í Mogganum. Halda mætti að íslensk stjórnvöld væru að byggja upp einhvers konar áróður gegn Hollendingum og jafnvel Bretum. Eitthvað álíka mátti áreiðanlega sjá í fjölmiðlum Þjóðverja skömmu fyrir innrás þeirra í Pólland.

Þó að ekki sé rétt að bera hamfarirnar í Hollandi 1953 saman við gosið í Heimaey 1973, þá er fróðlegt að renna yfir lista um framlög þjóða til Íslands og Eyjamanna, sem Morgunblaðið varð sér úti um hjá Viðlagatryggingu, áður viðlagasjóði. Samkvæmt honum er hvergi að sjá framlög frá Hollandi, en þau gætu engu að síður hafa borist eftir öðrum leiðum.
 
Þetta er ekki skemmtilegur leikur. Vísast er verið að gera að því skóna að Hollendingar krefjist efnda af Íslendingum vegna Icesave og taki jafnframt ekkert tillit til bágrar stöðu Íslands, hvorki nú né í kjölfar Heimaeyjargossins.

Auðvitað er þetta bull sem ekki á að bera á borð fyrir skynsamt fólk. Metingur um gjafmildi þjóða er alls ekki viðeigandi. Eða má búast við innrás Íslendinga í Holland?


mbl.is Hollandshjálpin enn vinsæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst hún nú ekkert sérstaklega lúmsk.  Meira barnaleg og í anda þessara ofsalega vondu blaðamanna sem halda að öll þjóðin sé jafn vitlaus og þeir sjálfir.  Þeir eru sennilega með réttindi úr sama blaðamannaskóla og fréttamenn alþýðublaðsins í N Kóreu.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 09:01

2 Smámynd: Björn Bjarnason

Já þetta er lúmskt hjá þeim þeim í vinstri arminum en heldur aumt. Ég er sammála þér að þetta er ekki viðeigandi.

Björn Bjarnason, 9.9.2009 kl. 09:35

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

þetta er í góðu lagi -

undirlægjuháttur okkar gagnvart öðrum þjóðum ( frændur okkar þetta og hitt í ræðum á stórhátíðum) er hinsvegar ekki viðeigandi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.9.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband