Sorry, computer says NO!

Þessi litla saga kemur manni ekkert á óvart. Bankarnir hafa alla tíð haft aðeins eitt markmið; tryggja öll útlán. Út af fyrir sig er ekkert út þá þá stefnu að setja. Varla getur nokkur maður fullyrt að bankar skuli vera einhvers konar félagsmálastofnanir.

Og þó. Þeir hljóta að bera einhverja ábyrgð í samfélaginu aðra en þá að geyma peninga. Staðreyndin er sú að sumir eiga í fjárhagsvanda um skamman tíma eða lengri rétt eins og Sigrún Dóra Jónsdóttir sem fréttin fjallar um. Eflaust kunna sumir að halda því fram að þessi ágæta kona geti bara sjálfri sér um kennt. En málið er sjaldnast svona einfalt jafnvel þó bankarnir haldi því fram.

Það er auðvelt að hafna fyrirgreiðslu, viðskiptavinurinn er bara kennitala, eitthvað nafn sem aldrei þarf að hafa áhyggjur af. Viðkomandi þjónustufulltrúi getur auk þess vísað í vanskilaskrár, ónefnda yfirmenn og jafnvel einhverja útlánanefnd. Allir koma sér hjá því að rökstyða öðru vísi en á þennan hátt: Sorry, computer says NO.

Þó svo að fjármálin geti verið erfið, viðkomandi eigi í vandræðum með að standa í skilum, þá skiptir mestu máli að veita þá aðstoð sem leiðir til tekjuauka og betri stöðu.

Ef til vill er það til of mikils mælst að bankarnir sýni liðlegheit og hjálpi til. Þeir þykjast þó ekkert nógu góðir að geyma það lítilræði sem maður fær í laun.

Hvernig er hægt að berja skilning inn í hausinn á þessu bankafólki? 


mbl.is Móðir hrökklast frá námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Dóra Jónsdóttir

Þakka þér þesi skrif. Ég er í heildina semi-ánægð með hana en þó eru hlutir sem ekki komu þar fram sem ég hefði viljað að kæmu fram.

Sem dæmi þá var aðalástæða þess að ég fékk neitun um fyrirgreiðslu vegna námslánanna sú að það eru eftirstöðvar af námslánunum síðan á síðasta námsári. Það er eitthvað sem gerist hjá mörgum námsmönnum á hverju ári, sumir falla í einu fagi, aðrir lenda í því að LÍN ofreiknar á þá lán o.sv.frv. Flestir fá þá eftirstöðvar heimildarinnar færðar á næsta skólaár. Ég aftur á móti ákvað að standa skil á leigu og leikskólagjöldum frekar en að greiða alla heimildina upp en greiddi hana þó niður eins og ég gat. Ég veit dæmi um nema sem eru með öll sín lán í vanskilum en fá samt sem áður fyrirgreiðslu vegna námslána en þá er um aðra banka að ræða. Ég hefði líka viljað það kæmi fram að þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem ég get ekki greitt af skuldum mínum. Að auki er það ofsagt að ég hafi engar tekjur haft í sumar, þó þær séu afskaplega litlar þá eru þær meiri en engar :)
Annað sem kom ekki fram er það að ég leitaði til bankanns um leið og ég sá fram á að eiga ekki fyrir afborgun af láninu en eina svarið sem ég fékk var að lánið færi ekkert. Ég gerði eins og fjármálaráðherra benti fólki að gera, leitaði til bankans og bað um úrræði þar sem ég gat ekki greitt af láninu en úrræðin voru engin í boði. Lánið á bara að damla í vanskilum.

Einnig finnst mér fyrirsögnin dramatísk enda vona ég svo sannarlega að ég hrökklist ekki úr námi :)

Að sjálfsögðu eru  bankar ekki félagsmálastofnanir en ég vill fá sömu meðhöndlun og aðrir sem nemi. Þetta var mér MJÖG erfitt, það er mjög erfið ákvörðun að koma svona fram í mynd og undir nafni en það verða einhverjir að þora að stíga fram og segja frá því ég er því miður ekki sú eina sem fær svona meðhöndlun.

Sigrún Dóra Jónsdóttir, 7.9.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sagan þín á sér hliðstæðu hjá fjölda fólks. Því miður. Af fréttinni að dæma sem og ofangreindu get ég ómögulega skilið hvers vegna bankinn vill ekki setjast niður með þér.

Hann á einfaldlega að að segja:

„Sigrún mín. Þetta eru ljótu vandræðin sem þú hefur lent í. Nú skulum við í sameiningu leysa úr þessu máli, bankinn er með peninganna, þú átt framtíðina og við eigum samleið.“

Nei, þess í stað skella bankarnir á nefið á fólki sem á í svipuðum aðstæðum og þú. Svona reka menn ekki fyrirtæki.

Gangi þér allt í haginn, Sigrún.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.9.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband