... og sáir þar niður korninu

Ekki hafa Sunnlendingar ávallt verið sáttir á kornökrum:

Gunnar hafði farið heiman einn samtaf bæ sínum og hafði kornkippu í annarri hendi en handöxi í annarri. Hann gengur á sáðland sitt og sáir þar niður korninu og lagði guðvefjarskikkju sína niður hjá sér og öxina og sáir nú korninu um hríð.

Nú er að segja frá Otkatli að hann ríður meira en hann vildi. Hann hefir spora á fótum og hleypir neðan um sáðlandið og sér hvorgi þeirra Gunnars annan. Og í því er Gunnar stendur upp ríður Otkell á hann ofan og rekur sporann við eyra Gunnari og rístur hann mikla ristu og blæðir þegar mjög. Þar riðu þá félagar Otkels.

„Allir megið þér sjá,“ segir Gunnar, „að þú hefir blóðgað mig og er slíkt ósæmilega farið. Hefir þú stefnt mér fyrst en nú treður þú mig undir fótum og ríður á mig.“
 
Skammkell mælti: „Vel er viðorðið bóndi en hvergi varst þú óreiðulegri á þinginu þá er þú tókst sjálf dæmið og þú hélst á atgeirinum.“ 
 
Gunnar mælti: „Þá er við finnumst næst skalt þú sjá atgeirinn.“ 
 
Síðan skilja þeir að því.        

 Úr Njálssögu.


mbl.is Kornskurður hafinn hjá sunnlenskum bændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Flott að sjá gamla vísun í kortræktinni.

Guðmundur St Ragnarsson, 29.8.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband