Af náð og miskun banka ... Eru þeir ekki aðili?

Af náð og miskun ætla bankarnir að skoða leiðir ... Einlægt eru bankarnir í hlutverki stjórnvalds, skipa viðskiptavinum sínum til og frá. Þeim er hreinlega fyrirmunað að skilja að þeir eru aðili máls.

Hugmyndir um breytingar koma frá bönkunum verða einungis til vegna þrýstings frá skuldurum og stjórnmálamönnum. Í öllum tilvikum verður niðurstaðan einhvers konar viðsnúningum þar sem skuldarinn heldur áfram að greiða af sama höfuðstól en ef til vill um örskamman tíma lækka afborganirnar.

Bankarnir gæta fyrst og fremst eigin hagsmuna. Skuldarar blæða vegna aðstæðna sem þeir áttu engan þátt í að búa til og fyrr frýs í víti en að bankarnir bjóða almenna eða sértæka lækknun á skuldum.

Þar af leiðir að kominn er tími til að ríkisvaldið taki af skarið og reyni að gera eitthvað. Það eina sem komið hefur frá ríkisvaldinu er að gera skuldara að annars flokks borgurum t.d. með svokallaðri greiðsluaðlögun sem er glæpur í framkvæmd. Til viðbótar þarf að tukta til innheimtumenn ríkissjóðs, t.d. Tollstjóraembættið sem gengur fram af hörku sem þekkist aðeins hjá mafíunni.


mbl.is Bankarnir skoða leiðir til að skuldbreyta íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband