Er Þór enn með puttana í eyrunum?

Ekki veit ég hvert Borgarahreyfing stefnir. Að minnsta kosti virðast þingmenn hennar vera með endemum ráðlausir.

Einn þeirra, Þór Saari, sem þekktastur var fyrir að troða vísifingrum í eyrun í beinni útsendingu í kosningaþætti í sjónvarpinu, hefur skrifað upp á breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp um Icesave ábyrgð - en þó með fyrirvara.

Hafi Þór ekki náð að gera upp hug sinn á þeim tíma sem frumvarpið var til meðferðar hjá fjárlaganefnd þá mun hann ekki geta gert það hér eftir.

Menn sem haldnir eru ákvarðanafælni eiga ekki að sitja á löggjafarsamkundunni. Kannski er ráð að taka fingurna úr eyrunum og fara að hlusta, jafnvel á þjóðina sem óttast þennan alræmda samning.


mbl.is „Tær snilld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband