Eignarhaldsfélag eða „skúffufyrirtæki“?
20.8.2009 | 09:29
Hvað er að því þótt einkahlutafélag sé með enga starfsemi? Ekkert, alls ekkert. Hins vegar eru fjöldi fyrirtækja eignarhaldsfélög, eru skráð fyrir ýmis konar eignum, bílum, íbúðum, atvinnuhúsnæði, skipum og bátum. Ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag á eignarhaldi er notað getur verið margvíslegt. Nefna má að eigendur geta verið fleiri en einn.
Eignarhaldsfélög eru líka verið afleiðing af miskunarlausri gjaldþrotastefnu ríkisvaldsins og íslenskra banka á undanförnum áratugum. Þessir aðilar iðkuðu í skjóli laga þann ljóta leik að stefna þúsundum landsmanna í gjaldþrot fyrir sáralitlar skuldir. Einkahlutafélög hafa lengi verið eina leiðin fyrir þetta fólk til að eignast íbúðir, bíla eða atvinnuhúsnæði.
Vissulega getur verið að fjöldi fyrirtækja sé svokölluðu skúffufyrirtæki. Vandinn er sá að sé þetta orðskrípi yfirfært á öll fyrirtæki og löggjöf endurskoðuð og hert getur skapast mikill vandi.
Hvort skyldi nú vera skynsamlegra að loka glæpamenn inni til að tryggja öryggi almennra borgara eða loka borgaranna inni í sama tilgangi?
Skulduðu yfir þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.