Heiðar Már hefði ekki átt að mæta í Kastljósið

Ástæða til að hlusta á þá menn sem bornir eru þyngstu sökunum vegna bankahrunsins

Hreiðar Már Sigurðsson þurfti ekki að koma í viðtal í Kastljósinu og hann átti ekki að gera það. Fátt sem hann sagði, hversu rétt sem það var, breytir skoðun þorra þjóðarinnar. 

Oft er þögnin besta vörnin þegar að manni er sótt. Margir „útrásarvíkinga“ og hafa látið freistast en enginn þeirra hefur haft erindi sem erfiði í viðtölum eða Kastljósþáttum.

Í þeirra sporum er margt annað hægt að gera og skýra mál sín á öðrum vettvangi betur en í stuttum þætti þar sem spyrillinn er ekki að leita eftir rökum heldur ætlar að slátra viðkomandi. Heiðar Már var óstyrkur og ekki bætti úr skák að spyrillinn iðkaði þann leik að grípa frammí fyrir honum með orðmargri messu.

Niðurstaðan er sú að ég fékk fátt nýtt út úr þessu nautaati. 


mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Sammála þessu, hann hefði betur sleppt því að mæta maðurinn. 

Anna, 20.8.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband