Lítur afar illa út fyrir Borgarahreyfinguna

Þeir sem sitja enn sem fastast í Borgarahreyfingunu gera sér án efa ekki grein fyrir því hversu illa þetta mál lítur allt út fyrir flokkinn. Þó maður sé allur að vilja gerður er ómögulegt að álita annað en að allt málið snúist um að láta Þráinn Bertelssen líta illa út í augum annarra. Það hefur ekki tekist og vopnin snúist aldeilis í höndum þessa fólks.

Þremenningarnir hafa látið hafa eftir sér að allt þetta muni nú hjaðna og líða hjá. Því miður er þetta einber óskhyggja. Meðan Þráinn er á þingi mun allt þetta mál einfaldlega vera mönnum í fersku minni.

Hins vegar er greinilegt að fjölmargir sómakærir menn hafa starfaði í Borgarahreyfingunni og þeir hafa nú hætt störfum og jafnvel hætt í flokknum. Ástæðan er einfaldlega sú að enginn vill tengja sig við þá sem stunda róg eða versla með atkvæði sín á þingi eins og þremenningarnir hafa gert sig seka um í aðdraganda ESB ályktunarinnar.

Nei, þetta mál hverfur ekki og verður til þess að þessu fólki verður eki framar treyst. 


mbl.is Margrét situr sem fastast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Ég tek undir þessa grein þína og mér finnst óskaplega dapurlegt að fólk skuli hafa sóað atkvæðum sínum á svona lið.  Hvernig getur þetta blessað fólk tekið á vandamálum þjóðarinnar. 

Páll A. Þorgeirsson, 15.8.2009 kl. 18:12

2 Smámynd: Snowman

Um leið og hún (og fleiri) er komin með þingsæti, þá starfar hún fyrir sjálfan sig og ekki fyrir neina aðra.  Enda vonlaust fyrir konugreyið að finna aðra vinnu á Íslandi í kreppunni ef hún viki sæti.

Snowman, 15.8.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Johann Trast Palmason

jaja rógburðurinn og herferð þráinns gegn þremenningunum heldur áfram hér á blogginu í þessari massa hysteriu

Johann Trast Palmason, 15.8.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband