Mikið vildi ég að Kolkrabbinn væri kominn aftur

Ég man þá tíma er Eimskip var burðarás í íslensku atvinnulífi. Ég man er Flugleiðir voru burðarás í íslensku atvinnulífi. Mér eru mörg önnur fyrirtæki ofarlega í minni, til dæmis Heklu hf., Sjóvá hf, Símann og fleiri og fleiri fyrirtæki.

Fyrir tíma útrásarvíkinganna gagnrýndu vinstri menn eigendur margra þessara fyrirtækja og nefndu Kolkrabbann og var þá átt við að þeir tengdust og  voru líklegast í Sjálfstæðisflokknum.

Þetta þóttu afar vond fyrirtæki og ekki síður stjórnendur þeirra. Að minnsta kosti var það mat margra sem teljast nú „málsmetandi“.

Hvað sem þeirri gagnrýni líður voru fyrirtækin stöndug, lögðu metnað sinn í að vera vinnuveitendur, hugsað var um störfin og auðvitað reynt að skila hagnaði. Stundum gekk það, stundum ekki. Eigendurnir mergsugu þau ekki. Þeir fundu til ábyrgðar sinnar gagnvart samfélaginu, gagnvart viðskiptavinum sínum og ekki síst starfsmönnum.

Nú eru breyttir tímar. Kolkrabbinn er löngu liðinn, „sem betur fer“, segir gamla vinstra liðið enn og aftur.

Hvað fengum við í staðinn?

Eimskip er í nauðsamningum, Flugleiðir sem heitir Icelandair venga þess að íslenskt mál þykir ekki nógu fínt, er komið í eigu bankanna, sama er með Sjóvá. Síminn er í eigu þessa fyrirtækis sem enginn venjulegur maður veit hvað gerir en heitir Exista af því að íslenska er ekki nógu fín fyrir þessa gæja.

Og hvað eig þessi fyrirtæki öll sammerkt? Jú þau eru á hvínandi hausnum nema ef til vill Síminn af því að ég og þú greiðum svo há afnotagjöld fyrir síma, net og sjónvarp.

Mikið vildi ég að Kolkrabbinn væri kominn aftur. Þeir sem stóðu að honum iðkuðu þó mannlegan kapítalisma. Hann skil ég.


mbl.is Allir kröfuhafar samþykktu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Mikið rosalega er ég þér sammála -

Nöfn eins og Hörður Sigurgestsson - Eimskip

Sigurður - Flugleiðum -

Sigfús í Heklu

o.fl.o.fl

hvar eru þessir heiðursmenn í dag?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.8.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir eru að telja peninga uppúr brúnu eftirlaunauslögunum...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.8.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband