Er sambandslaust milli kjafts og heila?
13.8.2009 | 13:29
Félagsmálaráðherra er ótrúleg í málflutningi sínum. Hann er einn af þessum mönnum sem virðist skipta landsmönnum í tvo hópa, góðu gæjana og þá vondu.
Málin eru ekki svona einföld nema ef vera skyldi að félagsmálaráðherra sé einfeldningur.
Ég hef ekki nokkra trú á því að einn einasti maður hafi ætlað sér að koma landinu í þá kreppu sem það er í. Sú sök sem félagsmálaráðherra hermir upp á Einar Kr. Guðfinnsson bítur hann sjálfan þar sem hann var þingmaður á þeim tíma sem allt hrundi. Vilji ráðherrann sortera samþingmenn sína lendir hann án efa í stökustu vandræðum.
Af þessu leiðir að það er lítið samband á milli kjaftsins og heilasellunnar í ráðherranum. Hann ætti að byrja á því að koma upp raunhæfu sambandi þar á milli áður en hann fer að tjá sig í nafni framkvæmdavaldsins.
Mest knýjandi er að ráðherrann komi sér upp úr skotgröfunum og átti sig á því að verkefni hans er ekki að skattyrðast við þingmenn eða almenning heldur að vinna fyrir þjóðina. Hann ætti kannski að koma sér á In Defence fundinn á Austurvelli kl. 17 og sannfærast um að þjóðin vill ekki drápsklyfjar Icesave samningsins sem hann hefur samþykkt.
Klappstýra hrunsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
Athugasemdir
Þú leiðréttir nú þetta:
Sú sök sem félagsmálaráðherra hermir upp á Einar Kr. Guðfinnsson bítur hann sjálfan þar sem hann var einn af ráðherrum á þeim tíma sem allt hrundi.
Svona getur lyklaborðshiti farið með mann.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:40
Mikið djásn ertu gamli samherji. Þakka þér fyrir ábendinguna. Greinilegt að þú skilur hvað ég er að fara með þessu bloggi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.8.2009 kl. 13:46
Voða sniðuglega framsett grein. Rökhyggjan yfirþyrmandi.
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.