Fátt breyst í Seðlabanka frá því Davíð var sparkað

Athygli vekur að fjölmiðlar hafa ekki verið að hræra í forsætisráðherra og fjármálaráðherra fyrir þennan vaxtaákvörðunardag Seðlabankans. Skýringin er eflaust Icesave og fjölmiðlar hafa gleymt stýrivöxtunum. En hátt vaxtastig Seðlabankans er enn gríðarlegt vandamál fyrir atvinnulífið ekki síður almenning.

Allt frá því í febrúar hafa forsætisráðherra og fjármálaráðherra verið með þungan pólitískan þrýsting á Seðlabankanna að lækka stýrivexti. Þess ber þó að gæta að Seðlabankinn er sjálfstætt stjórnvald og peningamálastefnunefndin sett á fót til þess eins að styrkja þá stöðu og láta svo líta út að þessir ráðherrar komi þarna hvergi nærri.

Það sem er þó merkilegast í þessu er hversu fjölmiðlar eru allir flöktandi og ósamkvæmir sjálfum sér. Í vetur og haust voru þeir allir uppfullir af vangaveltum, fréttum og malbiki um stýrivexti. Á mörgum mátti skilja að það væri sök Davíðs Oddssonar að stýrivextir væru of háir. Sú kenning hefur fyrir löngu verið afsönnuð af þeirri einföldu ástæðu að stýrivextirnir hafa sáralítið breyst frá því að vinstristjórnin tók við og Davíð var sparkað. Með pólitísku handafli voru þeir lækkaðir úr 18% niður í 12%.

Núna er einhverri konu úr peningamálanefndinni sigað á Davíð. Í skjóli hagfræðimenntunar sinnar fullyrðir hún að Davíð hafi ekkert vit haft á stjórnun Seðlabanka. Vitleysan í Davíð var þó ekki meiri en svo að stýrivextirnir eru í samræmi við það sem ákveðið var meðan hann var í bankanum og sáralitlu hefur að öðru leyti verið breytt nema því einu að nýr bankastjóri hefur verið ráðinn sem er yfirlýstur vinstri maður og það hlýtur auðvitað að vera betra en að yfirlýstur hægri maður sitji í stöðunni.

Lætin vegna Davíð voru einungis þau að það vantaði blóraböggul. Þegar hann fór hjaðnaði froðan en ekkert breyttist. Ríkisstjórnin hefur í raun verið verri en engin, það sanna Icesave samningarnir sem hún leggur ofuráherslu á að verði samþykktir. 


mbl.is Stýrivextir áfram 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

það tekur lengri tíma en nokkra mánuði að gera við skemmt hagkerfi.

Þegar Davíð 'hætti' þá voru stýrivextir 18%, verðbólga 19%, Seðlabankinn auralaus, gjaldeyrishöft og hagkerfið í algjörum hægagangi.  Ekki er hægt að segja að Davíð hafi unnið nein afrek í stöðu Seðlabankastjóra.

Það tekur ca 12 mánuði fyrir aðgerðir í peningamálum að koma fram í hagkerfinu.  Eigum við ekki að gefa þeim þann tíma?  Það væri nú sanngjarnt þar sem Davíð fékk mörg ár, fyrst sem forsætisráðherra og síðan sem Seðlabankastjóri.

Lúðvík Júlíusson, 13.8.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þú hefur lög að mæla nafni, mér sýnist allt stefna til verri vegar eftir að hann hætti.

Sigurður Sigurðsson, 13.8.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband