Þingmenn sem fara huldu höfði

Athygli vekur að á meðan nokkrir félagar í VG ræða málin þegja aðrir þunnu hljóði. Hinn róttæki flokkur þegir þunnu hljóði meðan meirihluti Alþingis hyggst samþykkja Icesave. Þeir fela sig, hinir sjálfskipuðu riddarar réttlætisins sem stuðluðu að sigri VG í síðustu kosningum, þingmenn eins og Lilja Mósesdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Svadís Svavarsdóttir og fleiri. Þeir eru orðnir hluti af kerfinu rétt eins og fomaðurinn.

Þingmenn Samfylkingarinnar fara að dæmi formannsins, fela sig eins og hræddar hænur og taka ekki þátt í þjóðfélagsumræðunni. Hvar fela þessi þingmenn sig, Skúli Helgason, Ólína Þorvarðardóttir, Magnús Orri Schram, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Helgi Hjörvar og Þórunn Sveinbjarnardóttir? Þeir eru orðnir hluti af kerfinu rétt eins og formaðurinn og varaformaðurinn.

Það er ekki nóg að komast á Alþingi. Þar tekur alvaran við. Margir þar hafa ekkert fram að færa umfram það sem sagt var í froðukenndri kosningabaráttu fyrir prófkjör. Meðalmennskan virðist vera algjör og birtist einna skærast í því að þetta lið virðist ekkert hafa fram að færa en að ætla að kjósa  Icesave samningana yfir þjóðina.


mbl.is Mikill hiti í grasrót VG vegna Icesave-málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

já og hvar er Kolbrún Halldórsdóttir umhverfirráðherra?  Katrín menntamálaráðherra?  Og margir fleiri.  Það þraf virkilega uppstokkun í íslenskri pólitík.  En til þess þarf hugarfarsbreytingu meðal þjóðarinnar.  Luðrugangurinn er algjör, menn verja allt sem frá "þeirr" flokki kemur.  Gleypa allt hrátt og kjósa gungur og druslur yfir sig aftur og aftur og aftur.  Meðan svo er, gerist ekki neitt í siðbót á landinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Kolbrún er nú ekki lengur umhverfisráðherra, heldur er Svandís orðin umhverfisráðherra í hennar stað og Kolbrún farin í önnur störf.

Héðinn Björnsson, 12.8.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband