Byltingar er þörf svo við glötum ekki sjálfstæðinu

Skilningur Jóhönnu forsætisráðherra er flestum hulin ráðgáta. Ég held að flestir geti verið sáttir við kyrrsetningar á eignum auðmanna sem tengst hafa bankahruninu. Hins vegar þarf að fara varlega svo ekki verði til skaðabótaábyrgð ríkisskattstjóra, þá er verr af stað farið en heima setið.

Forsætisráðherra þyrftir að beina sjónum sínum að skuldamálum landsmanna. Tugir þúsunda sitja uppi með sívaxandi höfðustól skulda vegna glæpsamlegra skilmála í skuldabréfum. Fyrir vikið er fasteignamarkaðurinn gjörsamlega hruninn, markaður með bíla og vélar er varla til.

Ótaldar þúsundir sitja svo uppi með fasteignir og lausafé sem ekki er hægt að losna við því höfuðstóll skuldarinnar er orðinn mikilu hærri en upphaflega lánið og andvirði eignarinnar.

Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta alvarlegasta meinið sem steðjar að þjóðinni, miklu alvarlegra en Icesave og einhverjir fyrrverandi auðmenn.

Hver er sjálfum sér næstur. Tilvist hvers einstaklings byggist á því að geta fætt og klætt sig og fjölskyldu sína og eiga þak yfir höfuðið.

Það er langt í frá að nóg hafi verið gert í þessum málum. Skilningur er góður út af fyrir sig en ríkisstjórnin þarf að lága verkin tala ef hún getur. Því miður hafa ráðherrarnir gengið í hamra skrifræðisins og sitja þar lamaðir. Þannig fór um hinn hugumprúða riddara búsáhaldabyltingarinnar, viðskiptaráðherrann. Utanríkisráðherra sinnir kokteilboðum og snittuáti í boði ESB og er hættur að blogga á nóttunni, fjármálaráðherrann er orðinn varðhundur kerfisins og forsætisráðherrann felur sig.

Við þurfum byltingu svo þjóðin eigi einhverja von um að halda sjálfstæði sínu.


mbl.is Skatturinn fær að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband