Gjaldþrot er einfaldari og sársaukaminni en greiðsluaðlögun

Icesave málið á eftir að valda þjóðinni gríðarlegum búsifjum á næstu árum en það er þó aðeins smámál miðað við það sem þúsundir Íslendinga standa frammi fyrir. Þrátt fyrir góðan vilja gerir ríkisstjórnin sér enga grein fyrir því að þegar fólk missir húsnæði sitt þá verður gerð bylting í landinu.

Fólk sætti sig ekki við að húsnæðislánin, bílálánin og önnur lán hafi margfaldast. Beðið er um réttlæti en það er ekki til. Af miskunsemi sinni lætur ríkisstjórnin svo lítið að bjóða upp á „greiðsluaðlögun“ sem getur ekki flokkast undir annað en aðgerð sem gerir ekkert annað en að brjóta niður fólk sem þó á fyrir í nægum vanda. Það er einfaldara og sársaukaminna að fara fram á gjaldþrot.

Það er ekki nokkurt réttlæti í því að skuldarinn sitji uppi með alla hækkunina á höfuðstól skulda.

Hugsanlega má fullyrða að íbúðaeigendur þurfi að sætta sig við hrunið á fasteignamarkaðnum - en aldrei hækkunina á skuldinni.

Fasteignamarkaðurinn er hruninn.

Markaður með lausafé, t.d. bíl og vinnuvélar er líka hruninn. Enginn getur losað sig við bíl eða vinnuvél sem á hvílir einhvers konar myntkörfulán.

Eina niðurstaðan í þessu öllu svartnætti er sú aðferð sem oft hefur verið rætt um og hún er að fella niður hluta eða allan þann hluta skulda sem myndaðist eftir hrunið.

Þegar gjaldþrotaleiðin er orðið betri og einfaldari en allar aðrar leiðir þá eru óeirðir eða  bylting á næsta leiti.

Staðreyndin er sú að fjölmargir í þjóðfélaginu eiga varla til hnífs og skeiðar. Eigum við að sætta okkur við það?


mbl.is Þúsundir vilja greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru bara misjafnlega löng reipi til að hengja sig í, og ekki nóg með það heldur bjóðast þú nú í mismunandi litum!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Góð athugasemd þarna Guðmundur, og færslan er hnitmiðuð Sigurður, nema hvað ég held að það verði engin bylting á Íslandi. Fólk verður bara gert eignalaust og skuldugt ævilangt hægt og hljóðlega. Róttæklingarnir flytja úr landi og ekkert gerist. Og þeir sem þykjast gera eitthvað verða bara hluti af kerfinu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.8.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Kaupþing bíður þér greiðsluúrræði sem er eitthvað á þennan veg: Þú skuldar 27 milljónir í húsi sem kostar í dag 20 milljónir. Til að redda málunum skrifar þú upp á eitt 16 milljón króna bréf til 40 ára, annað 11 millur til 3ja ára og 6 milljón króna tryggingarbréf. Samtals 33 milljónir! Og færð að vita eftir 3 ár hvort að bankinn hirði af þér húsið eða þú þurfir að leggja fram 11 milljónir! Snilld! Fyrir bankann. 

Ævar Rafn Kjartansson, 6.8.2009 kl. 17:38

4 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Það verður ljósara með hverjum degi að það er AGS sem stjórnar landinu, eða hvað finnst ykkur?

Það er hvorki vilji stjórnvalda né Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fara í almennar afskriftir, þar af leiðandi er bankanum það ekki heimilt.

Það er ómögulegt að segja til um það hvort eða hverju það breytir um endurskoðun biðlánanna ef erlendir kröfuhafar eignast bankann. Það getur margt gerst á þremur árum, ekki síst á þeim óvissutímum, sem við lifum nú. En það er engin ástæða til að ætla að gengið verði harðar að skuldurum með innheimtu biðlánanna ef erlendir kröfuhafar eignast bankann en þótt hann verði í innlendri eigu. Það er meginregla að nýir eigendur undirgangist þær skuldbindingar, sem fyrri eigandi hefur gert. Skilanefnd gamla bankans er auk þess fulltrúi kröfuhafa, jafnt erlendra sem innlendra, og skuldaaðlögunin var unnin í fullu samráði við skilanefndina og með samþykki hennar.

Viðskiptavinir stofnuðu sannanlega til þeirra lána, sem þeir eru greiðendur að í dag. Mönnum átti að vera ljós gengisáhættan, þótt auðvitað hafi enginn séð fyrir þær gríðarlegu kollsteypur sem gengi íslensku krónunnar hefur tekið síðasta árið. Það er því undir engum kringumstæðum hægt að halda því fram að menn séu að viðurkenna skuldir, sem menn stofnuðu ekki til með því að fara í skuldaaðlögun.

Þessar klausur eru teknar af heimasíðu Kaupþings í dag.  Það er gaman að sjá hversu mjög stjórnvöld, AGS og Kaupþing bera hag almennings fyrir brjósti. Ég skil vel fyrstu sneiðina, en verð að játa að hinar tvær standa ennþá í mér. Getur einhver hjápað mér og útskýrt hvað átt er við?

Þetta hlýtur samt að vera eitthvað gífurlega gott og hagstætt fyrir almenning, ég trúi ekki öðru. Svo er það bara að samþykkja inngöngu í ESB með bros á vör og borga nokkrar millur á mann í Icesave. Framtiðin er björt og lífið leikur við okkur!

Arnmundur Kristinn Jónasson, 7.8.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband