„... leita að öðrum hópið þjóða til að tilheyra“?

Við stóðum alltaf í þeirri trú að Bandaríkjamenn myndu vernda okkur en þegar þeir fóru héðan árið 2006 þurftum við virkilega að leita að öðrum hópi þjóða til að tilheyra.

Þetta er algjör viðsnúningur á staðreyndum. Íslendingar  áttu langt og farsælt samstarf við Bandaríkjamenn í öryggsmálum og raunar aðrar Nató þjóðir. Við erum enn meðlimir í Nató og verður svo um ókomin ár.

Ísland „tilheyrði“ aldrei Bandaríkjunum, samstarfið var á milli tveggja sjálfstæðra þjóða. Samstarfið var rofið einhliða af ríkisstjórn Georg Bush og er alveg ljóst að nú sjá margir Bandaríkjamenn eftir því eins og svo mörgu öðru sem þessi alræmda ríkisstjórn Bush lét hafa sig út í.

Hins vegar lifum við það af þó ekki verði af inngöngu Íslands í ESB. 


mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varnarsamningnum var ekki sagt upp þótt Bandaríkjamenn hafi lokað herstöðinni. Bandaríkjamenn ábyrgjast enn öryggi Íslands gagnvart hernaðarlegum ytri hættum og æfa hernaðaraðgerðir á Íslandi einu sinni á ári.

Annars var lokun herstöðvarinnar líklega fyrst og fremst okkur að kenna. Hér var lögð höfuðáhersla á að halda orrustuþotum sem voru hernaðarlega óþarfar en mjög dýrar í rekstri. Annar og ódýrari liðsafli hefði haft jafn mikið táknrænt gildi. Mann hlýtur að gruna að atvinnusjónarmið hafi ráðið einhverju um þá stefnu íslenskra stjórnvalda.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband