Gera ráð fyrir mannskæðum faraldri

Það eru nokkur atriði um svínapestina sem ekki er haldið á lofti eða ekki nefnt. Hér eru nokkur:

 

  • Sagt er að pestin sé að breytast í venjulega en skaðlausa flensu
  • Sagt er að hin skaðlausa flensa geti stökkbreyst og enginn veit hversu illvíg hún kann þá að vera
  • Þjóðir heims hafa keypt bóluefni fyrir flensu
  • Ekkert bóluefni er til fyrir stökkbreyttri flensu
  • Margar þjóðir hafa útbúið neyðaráætlun ef ske kynni að „flensan“ verði illvíg
  • Ítrustu áætlanir gera ráð fyrir mjög mannskæðum faraldri
  • Mannskæður faraldur mun hafa mjög slæm áhrif á efnahagskerfi heimsins

 

Yfir alþjóðlegu samfélagi vofa ýmsar pestir sem færustu sérfræðingar telja þjóðir heims algjörlega varnarlausar. Í þeim flokki eru bæði svínaflensan frá Mexico og fuglaflensan sem ættuð er frá Kína.

Já, það er ekki bjart framundan. 


mbl.is 29 greinst með A(H1N1) hérlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sóttvarnarlæknir er spurður en fátt um svör, það er fylgst með, það er fundað. Málið er væntanlega það að hann og varla nokkur annar veit hvað muni ske.

Finnur Bárðarson, 27.7.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband