Pólitísk eða málefnaleg ákvörðun um stýrivexti?
3.6.2009 | 13:37
Líkast til hefur peningastefnunefnd Seðlabankans verið í pólitískri klemmu frá upphafi. Hún var einfaldlega sett á fót til að vera hvort tveggja, annars vegar framlenging hins pólitíska valds í stjórnarráðinu og hins vegar einnig til að gera ákvörðun Seðlabankans sennilegri og faglegri í augum almennings.
Auðvitað er þetta tvennt ósamrýmanlegt. Munum að Davíð Oddsson var rekinn úr Seðlabankanum og þá var peningastefnunefndin sett á laggirnar, gjörsamlega að nauðsynlausu. Tilgangurinn var sá að láta svo líta út fyrir að vaxtaákvarðanirnar væru faglegar. Engu skipti þó stjórn Seðlabankans hafi ávallt rökstutt ákvarðanir sínar.
Hvað hitt varðar þá hefur peningamálastefnunefndin ekki alfarið leyft sér að fara eftir dagskipunum forsætisráðherra og fjármálaráðherra enda hafa stýrivextir ekki lækkað nema um 5% á þeim tíma sem vinstri menn hafa stýrt landinu.
Niðurstaðan er því sú að brottrekstur Davíðs Oddssonar hafði engar þær jákvæðu afleiðingar sem pólitíkusar vinstri manna lofuðu. Þvert á móti hefur stjórn bankan verið á mestu leyti á sama veg og var á tíma Davíðs.
Þá er það málið sem mestu varðar og það eru afskipti stjórnmálamanna að vaxtaákvörðunum. Þó svo að ég sé einn þeirra sem telja að stýrivextir þurfi að lækka niður í 5%, jafnvel enn neðar, þá krefst ég þess að það verði gert á faglegum forsendum. Ég hafna alfarið pennastriksaðferðum vinstri stjórnarinnar, að hún geti einfaldlega sett fram óskalista og þá verði farið í að uppfylla hann þrátt fyrir að aðstæður leyfi það ekki.
Það er einfaldlega verra að þvinga stýrivexti niður á pólitískum forsendum heldur en að halda þeim í 13 eða 18% af málefnalegum ástæðum.
Peningastefnunefnd í klemmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.