Úrræðalaus ríkisstjórn

Ríkisstjórnin gerir sér alveg örugglega grein fyrir hinni alvarlegu stöðu atvinnulífs og efnhagsmála. Verkstjórn og verklagið er hins vegar fyrir neðan allar hellur. 

Og þegar ríkisstjórnin er gagnrýnd þá er það venja að ráðherrar telji upp allt það sem gert hefur verið. En sorrý, áhrifin eru sáralítil.

Staðan í dag er þessi:

 

  • Meira en 18.000 manns eru atvinnulausir
  • Bankarnir eru atvinnulífinu gagnslausir
  • Fyrirtæki hætta unnvörpum rekstri og önnur verða gjaldþrota
  • Eignastaða þúsunda heimila er neikvæð
  • Stýrivextir hafa aðeins lækkað um 5% á fjórum mánuðum
  • Verðbólgan er óeðlilega há miðað við stöðu mála

 

Og eflaust má fleira upp telja. Svo segja stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar að aðgerðir hennar komi fram á löngum tíma, það sé eðli efnahagsráðstafanna.

Bull og vitleysa. Ríkisstjórnin gerir einfaldlega sáralítið annað en að gera áætlanir á áætlanir ofan og á meðan greiðir almenningur kostnaðinn.

Við áttum ekki skilið þá meðferð sem bankahrunið hafði í för með sér en við eigum alls ekki skilið úrræðalausa ríkisstjórn. 


mbl.is 85 fyrirtæki í þrot í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband