Ekkert hefur breyst, allt í frosti

Greinilegt er að vaxandi óþreyju gætir meðal þingmanna ríkisstjórnarinnar vegna aðgerðarleysis hennar. Ástæðan er einföld. Stýrivextir eru ennþá 13,5% og ekki útlit fyrir frekari lækkun. Meira en 18.000 manns eru atvinnulausir og nýju bankarnir eru gjörsamlega máttlausir og duga engan vegin atvinnulífinu.

Þjóðin er búin að gefa þessari ríkisstjórn fjóra mánuði. Ríkisstjórnin hreykir sér af hinu og þessu en þegar á hólminn er kominn stendur allt fast.

Atvinnulífinu vantar súrefni. Ríkisstjórnin sættir sig bara við þjóðnýtingu fyrirtækja sem komin eru fram yfir brún hyldýpisins. Skuldir fyrirtækjanna eru hins vegar ekki þjóðnýttar.

Fólk sem á í fjárhagslegum vandræðum er sagt eiga margra kosta völ. Staðreynin er hins vegar sú að krafist er opinberrar aðfarar með hvern og einn, niðurlægjandi meðferð sem líkist gjaldþroti.

Ekki er hægt að kaupa íbúðir með því að taka yfir lán nema því aðeins að greiða þau niður og skiptir þá engu traust fjárhagsstaða kaupanda.

Tollstjórinn innheimtir kröfur með sama gamla laginu, engin miskun sýnd, allt skal vera neglt og njörvað niður, skiptir engu traust fjárhagsstaða skuldara. Embættismenn dekka fyrst og fremst rassinn á sjálfum sér og leyfa engin frávik þrátt fyrir loforð stjórnvalda. 


mbl.is Ætti að afþakka ráðgjöf AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband