Engir hveitbrauðsdagar - verkefnin bíða

Rétt er og heiðarlegt að óska nýrri ríkisstjórn velfaranaðar í störfum sínum. Henni veitir ekki af. Verkefnin sem bíða hennar eru meiri og alvarlegri en nokkur önnur ríkisstjórn hefur þurft að glíma við frá upphafi lýðveldis hér á landi.

Hins vegar bíða hennar öngvir hveitibrauðsdagar. Þeir eru liðnir. Hún þarf strax að taka á málum og árangurinn verður að sjást á þessu ári. Þrátt fyrir meira er þriggja mánaða minnihlutastjórn hefur árangurinn látið á sér standa.

Ríkisstjórnin verður dæmd af því hvernig hún leysir verkefnin. Geri hún það ekki hratt og sannfærandi verða lífdagar hennar ekki langir. Eftirfarandi eru aðeins hluti af brýnustu vandamálunum:

  • Án atvinnu eru í dag meira 18.000 Íslendingar. Dulið atvinnuleysi er miklu meira. Þolinmæði þjóðarinnar er lítil, hún krefst tafarlausra aðgerða í atvinnumálum. 
  • Stýrivextir eru 13% og þeir þurfa að lækka um 10% til að efnahagur fyrirtækjanna geti tekist á við vandann framundan.
  • Gengi íslensku krónunnar er gríðarlegt vandmál fyrir heimilin og fyrirtækin. Gengisvísitalan er í dag 216 stig en þyrfti að komast niður 120 stig en það var hún 1. janúar 2008, annars er borin von um að hægt sé að snúa ofan af gegnistryggðum skuldum heimila og fyrirtækja.
  • Ríkisbankarnir þurfa að geta sinnt lánaþörf fyrirtækja. Ganga þarf frá efnahagsreikningi bankanna og koma eignarhaldi þeirra í hendur annarra en ríkisins
  • Verðbólgan er 11% og fer hækkandi
Þjóðin bíður eftir að sjá árangur, ef hann lætur standa á sér þá skiptum við um ríkisstjórn. Svo einfalt er'ða.

 


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband