Gengishrapið hjálpaði sjávarútvegnum

Gengið hrundi á síðasta ári. Er það ekki ástæðan fyrir auknu verðmæti útfluttra sjávarafurða? 

Fréttin segir okkur leikmönnum ekki mikið. Í þann mund sem ég ætlaði að stökkva upp úr stólnum og fagna læddist að mér sá ónotalegi grunur að kannski ekki allt sem sýndist.

Í fréttinni segir að verðmæti útfluttra sjávarafurða hafi aukist um 34% en magnið um 12,5%.

Þá vaknar sú spurning hvort meiri eftirspurn hafi verið á síðasta ári eftir fiski frá Íslandi eða hvort ástæðan fyrir hækkuninni sé einfaldlega gengisþróunin.

Í upphafi árs var gengisvísitalan um 120 stig en í lok ársins um 216 stig. Gengið hafði þar af leiðandi fallið gríðarlega og þar af leiðandi meiri tekjur í íslenskum krónum fyrir útflytjendur.

Ef rétt er þá er þjóðin ekki að flytja út neitt tiltakanlega meiri fisk á betra verði en áður. Hrunið hjálpaði sjávarútveginum.

Og það sem gefur ofurskuldsettri útgerðinni framhaldslíf hefur aukið skuldir okkar hinna svo mikið að ætla má að nær helmingur þjóðarinnar geti sig hvergi hrært.


mbl.is Verðmæti jókst um 42,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband