Ekki sjéns á „djarfri vaxtalækkun“
7.5.2009 | 09:32
Ríkisstjórnin hefur haft harða pólitíska pressu á stjórn Seðlabankans og meningamálanefnd hans og krafist djarfrar vaxtalækkunar eins og viðskiptaráðherrann orðaði það. En einhverra hluta vegna hefur Seðlabankinn aðra sýn á stöðu efnahagsmála. Hún lækkaði stýrivextina aðeins um 2,5%.
Já aumt var'ða, Gylfi Magnússon, hagfræðingur.
Maður hefði nú haldið að Gylfi hagfræðingur og viðskiptaráðherra hefði nú átt auðvelt með að breyta stýrivöxtunum alræmdu. Hann sem dreginn var inn í ríkisstjórnina fyrir dugnað við áslátt búsáhalda og djúpa visku.
Nei. Hann komst að því, blessaður maðurinn, að lífið er ekki eins einfalt og hann hélt. Seðlabankastjórnin hefur allt aðra sýn á efnahagsmálin en ríkisstjórnin. Bankinn er sjálfstæð stofnun og hún lét ekki undan pólitískum þrýstingi ríkisstjórnarinnar vegna þess að ekki er enn grunnur fyrir meiri lækkun stýrivaxta.
Svo er það allt annað mál að stýrivextirnir eru ennþá allt of háir. Við þurfum lífsnauðsynlega að lækka þá. Og hvernig er það gert.
Jú, ríkisstjórnin þarf að fara að vinna vinnuna sína.
Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð fengu meirihluta á Alþingi í síðustu kosningum með loforðum sem þessir flokkar hafa ekki enn efnt. Þó hafa þeir verið í ríkisstjórn í rúma þrjá mánuði.
Finnst Gylfa Magnússyni réttlætanlegt að bíða öllu lengur? Er ekki ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki tök á atvinnuleysinu, verðbólgunni, vandamálum heimilanna og fyrirtækjanna?
Stýrivextir lækka í 13% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.