Pólitískur pressa sett á Seðlabankann

Greinilegt er að ríkisstjórnin með viðskiptaráðherra í fararbroddi hefur sett mikinn þrýsting á seðlabankastjóra og peningmálanefnd Seðlabankans. Almennt er það vilji almennings og allra stjórnmálaflokka að stýrivextir verði lækkaðir en þeir eru núna 15,5%, enginn efast um það.

Gylfi Magnússon, hagfræðingur, var einn af þeim sem hvað harðast gagnrýndu fyrrverandi bankastjórn Seðlabankans fyrir of háa stýrivexti. Eftir að hann varð viðskiptaráðherra, fyrir rúmum þremur mánuðum, gerðist það eitt að bankastjórn Seðlabankans var hrakin úr starfi. Síðan leið og beið og beið og beið og beið ... og loks tókst að lækka stýrivexti um 2,5%, sem var afar snautleg niðurstaða miðað við upphróp Gylfa í búsáhaldaræðum og annarra stjórnarliða.

Og nú álasar almenningur stjórnarherrunum fyrir slakan árangur þvert á fögur fyrirheit.

Vandinn er því sá að stjórnarliðar gera sér grein fyrir ástandinu og að loforð þeirra um breytingar hafa síður en svo verið efnd. Þess vegna er nú settur gríðarlegur pólitískur þrýstingur á Seðlabankann og hann er einfaldlega krafinn um efndir loforða núverandi ráðherra.

Skítt með þær málefnalegar ástæður sem Seðlabankinn kann að hafa fyrir stýrivaxtastiginu.

Og það sem meira er, núverandi Seðlabankastjórn og peningamálanefnd bankans virðast einfaldlega vera sammála stefnu Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar. 

Og það gengur nú ekki, kæru bræður og systur í búsáhaldabyltingunni ... 

Nú tekur Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, mikið upp í sig og segist „myndi fagna djarfri vaxtalækkun“.

Dettur nokkrum manni í hug að hann segi si svona án þess að hafa einhverja fullvissu úr Seðlabankanum? Þvílíkur ómerkingur orða sinna verður ráðherrann ef Seðlabankinn fer ekki að „ráðum“ hans. Pólitískt glapræði er þá að taka svona til orða.

Og nú bíðum við almenningur, rétt eins og við höfum beðið frá því þessi vonarstjórn tók við völdum og lofaði okkur öllu fögru. Við bíðum, bíðum bíðum, bíðum og bíðum ... og á fimmtudaginn kemur í ljós hvort ríkisstjórnin hefur náð að setja næga pressu á Seðlabankann svo hann lækki stýrivextina.

Ef ekki, þá getum við alltaf hent bankastjórninni. Það hefur verið gert áður, að vísu án árangurs, en fordæmið er fyrir hendi. 


mbl.is Myndi fagna djarfri vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gylfi er ekki stjórnmálamaður. Hann er hagfræðingur, og ef einn slíkur reynist hafa rangt fyrir sér þá er það sko ekkert nýtt!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gylfi Magnússon, hagfræðingur er viðskiptaráðherra er þar af leiðandi stjórnmálamaður. óþarfi að deila um það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.5.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Það er móðins að vera hagfræðingur, en mér hefur nú sýnst þeir tala vítt og breitt í kross og út um víðan völl.  Af upphefð hagfræðinga undanfarið og af lestri skrifa þeirra og hlustun þá geri ég ekkert með Gylfa Magnússon, hann segir það sem hann hugsar og er búinn að bera sig fyrir þjóðinni og var fljótur að.   Ég held að hagfræðingur og hugsuður sé það sama og ég veit að hugsanir eru frjálsar og hver hefur sína skoðun, þannig engin lausn þar á bæ.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.5.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband