Vanhugsaðar breytingar á stjórnarskránni

Við eigum eitt löggjafarþing. Þjóðin er aðeins rétt rúmlega 300.000 manns. Þurfum við virkilega á öðru löggjafarþingi að halda? Verður lýðræðið meira fyrir vikið?

Að sjálfsögðu ekki.

Þingmenn eru ekkert of góðir til að sinna þeim verkefnum sem þeir hafa verið kosnir til og þar með að breyta stjórnarskránni. Við þurfum ekki tvö Alþingi. 

Það er gott til þess að vita að til séu menn á þingi sem verja heiður Alþingis gegn þeim upphlaupsöflum sem allt í einu telja þörf á breytingum. Farsæld þjóðarinnar felst ekki í byltingu heldur stöðugri þróun og breytingum að vel athuguðu máli.

Margir gera lítið úr áliti umsagnaraðila um breytingar til breytingar á stjórnarskránni. Nær allir leggjast gegn þeim, telja þær vanhugsaðar.

Eru þessir umsagnaraðilar á móti lýðræði? Að sjálfsögðu ekki. Þeir eru ekki á móti til annars en að hvetja til að breytingarnar haldi, þær séu varanlegar.  


mbl.is Myndi fagna þúsund ræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það var víst strax og okkur var færð stjórnarskráin 1944 að talað var um að hún ætti bara að vera til bráðabyrgðar og hún skildi endurskoðuð og henni breitt og sniðin betur að þeirri þjóð sem nota átti þetta plagg.

Fyrir kosningarnar 2002 var eitt af loforðum stjórnmálaflokkannaað breyta skránni.  Eftir þær kosningar var sett á laggirnar stjórnlaganefnd sem fékk það hlutverk að fara yfir stjórnarskrána og koma með heildstæðar tillögur að nýrri skrá. Þá virtust sjálfstæðismenn vera sammála því að breytinga væri þörf.

Þessi nefnd starfaði eithvað fram á annað ár, var með opna heimasíðu þar sem fólki gafst tækifæri á að koma með tillögur að breytingum, en  að síðustu kom ekkert frá nefndini. Meira en það. Það hefur enginn kvartað yfir þeim kostnaði sem fór í þá nefd sem sett var á laggirnar af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsyni sem sagðist  aldrei hafa tekið að sér verkefni og ekki klárað það. Reyndar hætti hann á miðju kjörtímabili, einds og þegar hann hætti sem borgarstjóri.

Eg veit ekki hvað er vönduð málsmeðferð. En  þetta vil ég kalla yfirvandaða meðferð eða 75 ár.

Brynjar Hólm Bjarnason, 17.4.2009 kl. 16:05

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gerðar hafa verið margar og góðar breytingar á stjórnarskránni frá því 1944. Hins vegar hefur ekki enn farið fram heildstæð endurskoðun á stjórnarskránni en ég er þess fullviss a Steingrímur J. Sigfússon gæti klára slíka vinnu fyrir klukkan 10 á morgun og hægt verði að samþykkja hana fyrir klukkan 11. Ég myndi samt ekki treysta honum til þess.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband