Svona skítkast er ráðherranum ekki til sóma

Á sama tíma og 18.000 manns eru atvinnulausir, stýrivextir eru 15,5%, gengi krónunnar hefur lækkað um 16% frá því að minnihlutastjórnin tók við völdum og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn neitar að samþykkja efnahagsráðstafanir stjórnarinnar má Steingrímur J. Sigfússon vera að því að grafa upp eitthvað sem hægt er að gera samþingmann hans tortryggilegan.

Hefur maðurinn ekki eitthvað annað og þarfara við tímann að gera á þessari ögurstundu?

Þetta er grátleg hegðun og þá mátulegt að Birgir Ármannsson mátar auðvitað fjármálalandbúnaðarogsjávarútvegsráðherran með álíka skítkasti. Með sanni má segja að talsmátinn sé hvorugum stjórnmálamanninum til sæmdar. En eitthvað varð það að heita fyrst Steingrímur reynir að niðurlægja ágætan þingmann því það er vissulega varhugavert að kasta steinum úr glerhúsi.

Hins vegar er ástæða til þess að stjórn og stjórnarandstaða snúi nú saman bökum og taki á hinum stóra sínum og losi þjóðina úr kreppu í atvinnu- og efnahagsmálum.

Og það þýðir auðvitað að minnihlutaríkisstjórnin verður að upplýsa um þá fyrirstöðu sem er hjá IMF en ekki halda þessum upplýsingum leyndum fram yfir kosningar. 


mbl.is Segir Steingrím búa í glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér finnst þetta skot bara ágætt á hann, hann sagði að Eva Joly væri með 400þús á dag svo það getur stunduð borgað sig að hugsa fyrst og tala svo, 400 þús á dag miðað við hans útreikninga gera það að skiptimynt ef hann er með 80þús á tímann, þetta var bara mátulegt á hann.

Sævar Einarsson, 17.4.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bull er þetta. Stjáni er á sömu launum og aðrir sem gegna þessum störfum. Svona útúrsnúninga má heimfæra upp á næstu hvern sem er. Það þjónar engum tilgangi öðrum en þeim að sverta menn.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 01:08

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Ekkert bull, fyrst hann vill reikna dæmið svona um störf Evu Joly þá skal hann bara líta í eigin barm.

Sævar Einarsson, 17.4.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvað skyldi fréttamaður hjá Rúv eða Stöð2 vera með á tímann ef við reiknum með að vinna hans sé einungis sá tími sem hann birtist á skjánum eða í honum heyrist í útvarpi?

Á að miða laun ráðherra við ríkisstjórnarfundi? Laun lögreglumanns við tíma hans á götunni? Og svo framvegis.

Svona umræða hefur ekkert uppbyggilegt í för með sér. Ekki frekar en umræða um útlit manna, þyngd og klæðaburð.

Mér finnst ótrúlegt að fólk skuli fall ofan í svona pytt að beina umræðunni að hlutum sem skipta nákvæmlega engu máli annað en að reyna að at viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn auri, gera þá tortryggilega.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2009 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband