18.000 manns atvinnulausir - TILLÖGUR UM FRAMKVÆMDIR
8.4.2009 | 08:34
18.000 manns eru atvinnulausir á landinu öllu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er jafnframt varaformaður síns flokks. Hæg ættu þá að vera heimatökin að vekja athygli formanns flokksins á stöðu mála og hann gæti jafnframt spjallað við fjármálalandbúnaðarogsjávarútvegsráðherrann um vandann.
Vandinn er þó ekki sá að atvinnuleysið sé ekki öllum ljóst. Vandinn liggur í þeirri stjórn sem nú ríkir í landinu sem virðist vera gjörsamlega getulaus og lætur atvinnuleysi viðgangast og krónuna hrapa í verðgildi. Ef þetta er það sem kalla má félagshyggjustjórn þá er líka búið að snúa við hugtökum.
Hvað eiga ríkisstjórn og sveitarfélög að gera?
Þau eiga að ráðast í framkvæmdir sem koma byggingariðnaðinum og öðrum fyrirtækjum til góða.
Svo hrikalega hugmyndastnauð sem ríkisstjórnin er þá er mér sönn ánægja að birta hér nokkrar hugmyndir um mannaflsfrekar framkvæmdir. Raða þessu í stafrófsröð til skilningsauka.
1. Akureyrarflugvöllur: flugstöðvarbygging
2. Fangelsi,nýbygging: Húsnæði er til áKeflavíkurflugvallarsvæðinu. Einhvern tíma var einhver búinn að finna tiltekiðhúsnæði sem þótti henta öðru fremur á vallarsvæðinu.
3. Fangelsi: Stækkun Litla-Hrauns
4. Fasteignamatríkisins: Tölfræði um byggingíbúðarhúsnæðis. Settur kraftur í að lokið verði gerð gagnagrunns sem sýniótvírætt á hverjum tíma fjölda íbúða í byggingu (6 byggingastig) og hvað séóselt til endanlegra notenda.
5. Fjöltækniskólinn, húnsæðismál, skólinn er núna rekinn á mörgumstöðum víða um bæinn.
6. Hallgrímskirkja, vantar fjármagn til að ljúka viðhaldi
7. Heilbrigðisbyggingar: Viðbygging við endurhæfingardeildina á Grensási
8. Hólmsheiði: olíumengaður jarðvegur sem kom afflugvallarsvæðinu. Þarf að flytja til meðhöndlunar, væntanlega á Álsnesi.
9. Keflavíkurflugvöllur: Lagfæring íbúða.
10. Keflavikurflugvöllur: Lagfæringar raflagna til samræmis við íslenskarkröfur.
11. Keflavíkurflugvöllur: Ljúka við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
12. Keflavíkurflugvöllur: Viðhald flugbrauta.
13. Landhelgisgæslan: Flutningur til Keflavíkurvallar
14. Lögreglustöðiní Reykjavík: Viðhald
15. Nýsköpunarmiðstöð: Húsnæðismál, nýbygging
16. Ónýttirbyggingareitir víða um höfuðborgarsvæðið:Rífa og tyrfa yfir meðan beðið er. Umfram trjáplöntur eru til hjá staðbundnumskógræktarverkefnum s.s. Suðurlandsskógum.
17. Samgöngumiðstöð í Reykjavík
18. Suðurland: Viðgerðir eftir Suðurlandsskjálftann,innréttingar, yfirborð og málning
19. Reykjavík, viðhald: Sundhöllin, Laugardalslaug, stúkan,leikskólar, grunnskólar og lóðir víða.
20. SVRreiturinn, þar sem átti að byggjahöfðustöðvar Glitnis. Rífa þarf það sem er þar fyrir og tyrfa yfir lóðina meðanbeðið er eftir einhverri framtíðar byggingu eða framtíðarnotum.
21. Þingvellir, ný brú við Drekkingarhyl og umhverfi hennar
22. Þingvellir, viðahald og breytingar á Valhöll
23. Þjóðleikhúsið, viðhald og endurbætur
24. Þjónustumiðstöð: Bygging þjónustumiðstöðvar á millihjúkrunarheimilis og íbúða fyrir aldraða í Mörkinni. Til eru teikningar(Landsbankinn).
25. Tölvuvinnsla: Setja opinberar byggingar í 3 víddarteikni/gagnagrunn og gera þær klárar fyrir svokallaða BIM tækni. Verkefni eðahugmynd að verkefni er þegar í gangi undir stjórn Framkvæmdasýslu ríkisins með þátttöku Samtaka iðnaðarins, Reykjavíkurborgar, OR,Brunamálastofnunar o.fl.
26. Vegagerðin: Nýtt húsnæði fyrir Vegagerðina
27. Vegakerfið: Ljúka hönnun Sundabrautar og gera hana tilbúna tilútboðs
28. Vegakerfið: Tvöföldun Suðurlandsvegar
29. Vegakerfið: Vegabætur í RVK mörg smáverk í samstarfi RVK ogVegagerðar sbr nýlegt sjónvarpsiðtal við KLM?? Skilst ekki.
30. Vegakerfið: Ýmis öryggismál á vegum landsins, breikkuneinbreiðra brúa, breikkun gatnamóta ofl.
31. Vegakerfið: Breikkun þjóðvega
32. Viðhaldsverkefni, almenn: Unnt er að setja ýmisleg viðhaldsverkefnií gang strax þó hönnun sé ekki lokið ef öflugur aðili er til stýringar,umsjónar og framkvæmda og hönnun þá unnin samhliða framkvæmd.
Atvinnuleysi í Reykjavík mælist 8,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir ítarlegan og fróðlegan pistil. Augljóst að þú þekkir vel til þessara hluta. Mig langar til að gera eftirfarandi athugasemd. Vinsamlegast lestu hana sem vangaveltur manns sem ekki er sérfróður um málið.
Ég hef lengi haft á tilfinningunni að allar þessar gríðarlegu byggingaframkvæmdir á Íslandi væru hálfgerð atvinnubótavinna. Ráðist er í feiknalega mannvirkjagerð - ekki vegna þess að þörf sé fyrir þessi mannvirki, heldur vegna þess að byggingamenn vantar atvinnu og byggingafyrirtæki vantar bisniss.
Allt kostar þetta auðvitað gífurleg fjárútlát. Almenningur borgar. Þeim peningum þyrfti oft að verja í annað. Best náttúrulega að láta þá liggja í vösum almennings svo fólk geti ráðstafað þeim að vild.
Og gleymum því ekki að það eru fleiri menn atvinnulausir en þeir einir sem fást við byggingar.
Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 11:07
Sæll Baldur. Þakka þér fyrir innlitið. Ég er svo sem ekkert sérfróður um málið en brúka hyggjuvitið sem manni var í upphafi skammtað.
Vandamálið við byggingariðnaðinn var skortu á markaðshugsun. Framkvæmaaðilar pældu lítið í því hver markaðurinn var og hvort eða hvernig ætti að selja þessar eignir. Þar af leiðandi er ekki furða þótt húsin spryttu upp eins og gorkúlur á fjóshaug. Og ekki er ég hissa þó ýmsir, meðal annars þú, hafi fengið það á tilfinninguna að um væri að ræða einhvers konar atvinnubótavinnu, eða kannski öllu heldur að störfin stæðust illa þegar til framtíðar er litið.
Auðvitað er sjálfsaflafé fólks betur borgið hjá fólkinu. Hins vegar erum við í miklum vanda og þó svo að aðeins lítill hluti af þessum verkefnum nái fram að ganga þá fylgja þeim áhrif út um allt atvinnulífið. En blessaður vertu, þetta er hins vega alls engin töfralausn. Fleira þarf til.
Guð forði okkur samt frá samstarfi við Samfylkinguna. Þeir sem þar stjórna er ístöðulítið fólk sem hefur enga skynsamlega framtíðarsýn.Þjóðin þarf einn flokk til ábyrgðar, einn flokk í meirihluta á Alþingi. Við erum búin að fá nóg af samsteypustjórnum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2009 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.